Brimborg veitir Píeta samtökunum sex milljón króna styrk Brimborg styrkti á dögunum Píeta samtökin með sex milljónum króna. Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar hvetur önnur fyrirtæki til að gera slíkt hið sama. 21.12.2022 15:51
Innkalla grísahakk vegna beinflísa Með hliðsjón af öryggi og velferð neytenda hefur Stjörnugrís ákveðið að taka úr sölu og innkalla Grísahakk frá Stjörnugrís. 21.12.2022 14:39
Dúx Flensborgarskólans með 9,87 í einkunn Flensborgarskólinn í Hafnarfirði brautskráði í gær 43 nemendur. Nemendur útskrifuðust af fjórum brautum skólans; félagsvísinda-, raunvísinda-, viðskipta og hagfræði- og opinni braut. Tíu þeirra luku einnig námi á íþróttaafrekssviði skólans og einn af listnámssviði. Hæstu einkunn hlaut Guðrún Edda Min Harðardóttir, með einkunnina 9,87 á stúdentsprófi. 21.12.2022 14:02
„Ég fór í fangelsi frjáls maður“ Daníel Rafn Guðmundsson sökk djúpt ofan í undirheima Reykjavíkur á tímabili og upplifði sláandi hluti. Þegar hann mætti í fangelsi til að afplána dóm fyrir líkamsárás var hann hins vegar laus undan fíkn og hafði þar frelsast til kristinnar trúar. 21.12.2022 13:15
HS Orka eykur framleiðslugetu á Reykjanesi HS Orka hefur hafið vinnu við stækkun orkuversins í Svartsengi. Í orkuverinu verður ein framleiðslueining sem mun koma í stað nokkurra eldri véla og búnaðar. Með að nýta gufu sem áður fór í eldri vélar eykst framleiðslugetan og viðhalds- og framleiðslukostnaður lækkar. Þá er gert ráð fyrir því að með stækkuninni verði hægt að ná betri nýtingu úr auðlindinni í Svartsengi í framtíðinni. 20.12.2022 16:52
Verðhækkanir hjá Póstinum um áramótin Þann 1. janúar 2023 mun Pósturinn breyta verði á bréfum, fjölpósti og pakkasendingum innanlands. Verðhækkunin er til komin vegna aukins flutningskostnaðar, svo sem vegna launa og eldsneytis. 20.12.2022 15:19
Sigurður ráðinn framkvæmdastjóri iCert Sigurður Karlsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri iCert. Sigurður tekur við starfinu af Jóni Karlssyni. Jón starfar áfram hjá félaginu og sinnir starfi vottunarstjóra. 20.12.2022 15:08
Helgi til liðs við OR samstæðuna og Kristrún í nýju hlutverki Helgi Héðinsson hefur tekið við sem mannauðsleiðtogi Veitna. Þá hefur Kristrún Dröfn Jóhannsdóttir tekið við starfi forstöðukonu innri þjónustu. 20.12.2022 14:04
„Það eru engin jól án tónlistar“ „Það er mjög skemmtilegt að undirbúa tónleikana. Finna til jólaskraut, fara í sitt fínasta púss og pakka inn happdrættisvinningunum. Þetta kemur manni í jólaskap,“ segir Katla Margrét Þorgeirsdóttir leikkona og ein af meðlimum Heimilistóna en sveitin heldur sína seinni jólatónleika í Húsi máls og menningar nú í kvöld. 20.12.2022 13:09
„Jafnvel við stjórnmálamenn getum verið skapandi“ Í seinasta mánuði kom út glæpasagan Reykjavík en Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skrifaði bókina Ragnari Jónassyni rithöfundi. Bókin hefur hlotið verðskuldaða athygli enda ekki á hverjum degi sem stjórnmálamaður sendir frá skáldsögu á meðan setið er í embætti. 19.12.2022 22:00