fréttamaður

Berghildur Erla Bernharðsdóttir

Berghildur er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Farsakennd atburðarás um atkvæðagreiðslu

Forsætisráðherra barst tölvupóstur um ákvörðun um hjásetu Íslands í atkvæðagreiðslu um vopnahlé á Gasa, nokkrum mínútum áður en hún fór fram hjá Sameinuðu þjóðunum. Hún segir að ekkert samráð hafi verið haft við sig. Utanríkisráðherra telur ferlið hefðbundið. Stjórnarandstaðan segir málið nærri fordæmalaust. 

„Þetta er blóðugt“

Algengt er að afborganir á óverðtryggðum fasteignalánum hafi meira en tvöfaldast milli ára. Kona sem keypti sér íbúð fyrir þremur árum segir blóðugt að á sama tíma og afborganir hafi snarhækkað sé eignamyndun minni en áður. 

Alvarlegri og þyngri vinnumansalsmál en áður

Alvarlegri vinnumansalsmál eru að koma upp nú en áður hjá aðildarfélögum ASÍ. Verkefnastjóri segir þrjú fyrirtæki hafa verið tilkynnt til lögreglu á síðasta ári þar sem grunur sé um vinnumansal, það stefni í að málin verði mun fleiri í ár. Lögreglan hefur lagt fram kæru í nokkrum málum á þessu ári.

Þolendum mansals fjölgar stöðugt og þörf á vitundarvakningu

Íslensk stjórnvöld eru gagnrýnd fyrir lélegan árangur í mansalsmálum í nýrri úttekt. Á sama tíma eru tilkynningar um mansal orðnar þriðjungi fleiri á þessu ári en samanlagt síðustu tvö ár. Teymisstjóri fyrir þolendur ofbeldis grunar að málin séu miklu fleiri. 

Boðar aðgerðir í baráttu við mansal

Ísland stendur sig illa í baráttunni gegn vinnumansali samkvæmt eftirlitsnefnd Evrópuráðsins sem hefur áhyggjur af takmörkuðum árangri í málaflokknum. Þá er bent á ýmsa vankanta í baráttunni gegn mansali barna. Dómsmálaráðherra boðar nýja aðgerðaráætlun í málaflokknum.

Stuðningur við ríkisstjórnina svipaður og við Samfylkingu

Stuðningur við Samfylkinguna mælist nú nærri samanlögðu fylgi stjórnarflokkanna þriggja samkvæmt nýrri könnun. Forsætisráðherra segir fylgistap Vinstri Grænna áhyggjuefni og telur ágreininginn sem verið hefur milli stjórnarflokkanna ekki falla þjóðinni í geð. 

Sjö ár í fullt jafnrétti hér en þrjú hundruð í heiminum öllum

Forsætisráðherra vonar að sú athygli sem kvennaverkfallið hér á landi vakti hjá erlendum fjölmiðlum hafi jákvæð áhrif á jafnréttisbaráttu um allan heim. Þó enn séu stórar áskoranir í jafnréttismálum er hún vongóð um að jafnrétti kynjanna verði náð hér á landi árið 2030.

Seðlabankinn beri skýra ábyrgð á grafalvarlegri stöðu á húsnæðismarkaði

Gríðarlegur samdráttur er í framboði á nýju húsnæði hér á landi. Formaður borgarráðs segir ekki hægt að kenna lóðaskorti í Reykjavík um en hvetur önnur sveitarfélög til að auka lóðaframboð. Formaður fasteignasala bætist í hóp þeirra sem telur Seðlabankann halda fasteignamarkaðnum niðri.

Náttúruhamfarir eyði byggðum frumbyggja í Kanada

Ráðherra norðurslóðamála í Kanada segir loftslagsbreytingar sjaldan hafa valdið öðrum eins náttúruhamförum í norðurhluta landsins og síðustu ár. Þjóðir heims verði að sameinast í baráttunni gegn loftslagsvánni. Mótmælendur kölluðu eftir aðgerðum í stað umræðu á ráðstefnunni Hringborði norðurslóða í dag. 

Efling tekur þátt í útfararkostnaðinum

Formaður Eflingar segir að ákveðið hafi verið að taka þátt útfarakostnaði manns sem lést í eldsvoða á Funahöfða í vikunni þó hann hafi ekki verið búinn að ávinna sér þau réttindi hjá félaginu. Eigendur Funahöfða 7 hafa sömuleiðis boðið fram fjárhagsaðstoð.

Sjá meira