fréttamaður

Berghildur Erla Bernharðsdóttir

Berghildur er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kaldasti desember í meira en hundrað ár

Ríflega hundrað ára kuldamet féll í Reykjavík í desember en hann var síðast kaldari árið 1916. Veðurfræðingur segir of snemmt að segja til um hvort um sé að ræða áhrif loftslagsbreytinga en vissulega hafi verið miklar öfgar í veðri síðustu tvo mánuði.

Mygla í nokkrum leikskólum til viðbótar, borgin bregðist hraðar við

Mygla hefur fundist á nokkrum leikskólum í Reykjavík og bætast þeir þar með í sístækkandi hóp grunn-og leikskóla sem glíma við mygluvanda. Sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs segir mun betur fylgst með húsnæði en áður. Ekki er ljóst hvort myglan muni hafa áhrif á starfsemi skólanna.

Vonar að löggan mæti á ráðstefnu um hugvíkkandi efni

Skipuleggjandi fyrstu ráðstefnunnar um hugvíkkandi efni hér á landi vonar að lögreglan og dómsmálaráðherra mæti en enn sem komið er eru slík efni ólögleg hér. Margir þekktustu sérfræðingar í geiranum segi frá byltingarkenndum niðurstöðum rannsókna sinna á slíkum efnum.

„Vonandi helst ljósið á“

Neyðarástand skapaðist þegar Reyðarfjörður og nágrenni var án hita og rafmagns í fimm klukkustundir í dag, að sögn framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Rariks. Bæjarfulltrúi segir íbúum hafa brugðið enda mikið frost á svæðinu. Vísbendingar eru um að bilunar gæti enn og rafmagn gæti því dottið aftur út tímabundið.

Gallaðir flugeldar valda stórum hluta flugeldaslysa

Árlega leita ríflega tuttugu manns á bráðamóttöku höfuðborgarsvæðisins vegna flugeldanotkunar. Í fjórum af hverjum tíu tilvikum voru vísbendingar um galla í flugeldum. Yfirlæknir bráðamóttöku hvetur fólk til að styrkja björgunarsveitir á annan máta en kaupa flugelda. 

Opna fleiri rými vegna óvenju skæðrar flensutíðar

Landspítalinn hefur opnað ný rými fyrir sjúklinga vegna óvenju mikillar flenustíðar. Forstöðumaður á spítalanum segir koma til greina að takamarka heimsóknir á spítalann. Hann biðlar til fólks að gæta vel að sóttvörnum.

„Það eru allir jafnir þegar kemur að snjómokstri“

Búist er við að það verði búið að moka flestar  götur og stíga í Reykjavík fyrir gamlárskvöld. Svo framarlega sem það snjóar ekki meira og það þarf að byrja á mokstri upp á nýtt. Það hefur verið lítið um jólafrí hjá snjómokstursfólki borgarinnar. 

Íbúar beðnir um að sýna þolinmæði

Búist er við að það taki fjóra til sex daga að klára að moka allar helstu götur í Reykjavík. Snjóruðningstæki byrjuðu að ryðja götur í nótt. Borgarbúar eru minntir á að moka frá ruslatunnum.

Sjá meira