Íbúar beðnir um að sýna þolinmæði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. desember 2022 12:01 Snjóruðningstæki byrjuðu að moka í nótt en búist er við að það taki fjóra til sex daga að klára götur í borginni. Vísir/Villi Búist er við að það taki fjóra til sex daga að klára að moka allar helstu götur í Reykjavík. Snjóruðningstæki byrjuðu að ryðja götur í nótt. Borgarbúar eru minntir á að moka frá ruslatunnum. Hjalti J. Guðmundsson skrifstofustjóri Borgarlandsins segir að byrjað hafi verið að að ryðja stofnbrautir og strætóleiðir í nótt en miðað sé við að stofnbrautir og strætóleiðir séu færar fyrir klukkan sjö að morgni og að hreinsun annarra megin umferðargatna sé lokið fyrir kl. átta. Hjalti J. Guðmundsson skrifstofustjóri Borgarlandsins.Vísir „Það voru allar vélar kallaðar út í nótt og við munum bara taka þetta eftir okkar forgangi og ferlum. Byrja á stofnanatengiliðum og vinna okkur svo í húsagöturnar,“ segir Hjalti. Hann segir að það taki nokkra daga að klára allar götur. „Við erum bara með þennan venjulega mannskap í verkefnið og tæki. Þá tekur þetta okkur svona fjóra fimm sex daga fer eftir hvað verður mikill snjór,“ segir hann. Hjalti segir að svipað ástand hafi komið upp á síðasta ári. „Í fyrravor var ástandið svipað það er nú ekki lengra síðan. Þannig að við höfum séð þetta áður og vinnum þetta bara eftir okkar ferlum og vonandi tekst okkur bara að gera þetta eins fljótt og mögulegt er ,“ segir hann. „Mig langar að óska eftir því að fólk sýni okkur örlitla þolinmæði í þessu verkefni.“ Íbúar beðnir um að moka frá sorptunnum Sorphirða Reykjavíkurborgar minnir á heimasíðu borgarinnar íbúa á að moka frá sorptunnum sínum og tryggja að gönguleiðir séu greiðar að þeim til að starfsfólk komist að til að tæma. Einnig sé mikilvægt að sjá til þess að bílar og annað hindri ekki aðgengi að sorpgerðum. Fram kemur að starfsfólk sorphirðunnar neyðist til þess að skilja tunnurnar eftir ef það kemst ekki að þeim til að losa. Sorphirðan er að störfum í dag í Vesturbæ og Miðbæ. Einnig er verið að losa endurvinnsluílát í Grafarvogi. Unnið verður lengur þessa vikuna og á Gamlársdag til þess að bregðast við erfiðri færð en búast má við einhverjum töfum. Snjómokstur Reykjavík Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Hjalti J. Guðmundsson skrifstofustjóri Borgarlandsins segir að byrjað hafi verið að að ryðja stofnbrautir og strætóleiðir í nótt en miðað sé við að stofnbrautir og strætóleiðir séu færar fyrir klukkan sjö að morgni og að hreinsun annarra megin umferðargatna sé lokið fyrir kl. átta. Hjalti J. Guðmundsson skrifstofustjóri Borgarlandsins.Vísir „Það voru allar vélar kallaðar út í nótt og við munum bara taka þetta eftir okkar forgangi og ferlum. Byrja á stofnanatengiliðum og vinna okkur svo í húsagöturnar,“ segir Hjalti. Hann segir að það taki nokkra daga að klára allar götur. „Við erum bara með þennan venjulega mannskap í verkefnið og tæki. Þá tekur þetta okkur svona fjóra fimm sex daga fer eftir hvað verður mikill snjór,“ segir hann. Hjalti segir að svipað ástand hafi komið upp á síðasta ári. „Í fyrravor var ástandið svipað það er nú ekki lengra síðan. Þannig að við höfum séð þetta áður og vinnum þetta bara eftir okkar ferlum og vonandi tekst okkur bara að gera þetta eins fljótt og mögulegt er ,“ segir hann. „Mig langar að óska eftir því að fólk sýni okkur örlitla þolinmæði í þessu verkefni.“ Íbúar beðnir um að moka frá sorptunnum Sorphirða Reykjavíkurborgar minnir á heimasíðu borgarinnar íbúa á að moka frá sorptunnum sínum og tryggja að gönguleiðir séu greiðar að þeim til að starfsfólk komist að til að tæma. Einnig sé mikilvægt að sjá til þess að bílar og annað hindri ekki aðgengi að sorpgerðum. Fram kemur að starfsfólk sorphirðunnar neyðist til þess að skilja tunnurnar eftir ef það kemst ekki að þeim til að losa. Sorphirðan er að störfum í dag í Vesturbæ og Miðbæ. Einnig er verið að losa endurvinnsluílát í Grafarvogi. Unnið verður lengur þessa vikuna og á Gamlársdag til þess að bregðast við erfiðri færð en búast má við einhverjum töfum.
Snjómokstur Reykjavík Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira