3.500 leikskólabörn send heim á hádegi á morgun 3.500 leikskólabörn verða senda heim á hádegi á morgun vegna verkfallsaðgerða Eflingar. Enginn árangur náðist á samningafundi félagsins og borgarinnar hjá sáttasemjara í dag. 3.2.2020 20:00
Taílenskir ásatrúarmenn gáfu 1000 evrur vegna höfuðhofsins Kostnaður við byggingu Ásatrúarhofsins hefur farið um 136 prósentum fram úr áætlun. Allsherjargoði segir það hafa orðið félaginu til happs að hafa ekki fengið lán hjá bönkum og nú sé stefnt að hópfjármögnun. 3.2.2020 12:30
Samningafundi Eflingar og borgarinnar lokið án samkomulags Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkur lauk hjá sáttasemjara fyrir skemmstu án samkomulags. Er ljóst að verkfallsaðgerðir Eflingarfólks muni því hefjast á hádegi á morgun. 3.2.2020 10:43
Gettu betur-liðar reittu Creed aðdáendur til reiði Það varð uppi fótur og fit á samfélagsmiðlum þegar spurt var um grísku eyjuna Krít í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, í gær. Þar áttust við Tækniskólinn og Borgarholtsskóli. 1.2.2020 11:01
„Mitt mat er að það verði alls ekki óbyggilegt á Reykjanesskaganum“ Vísindaráð almannavarna kom saman til fundar í dag vegna nýjustu gagna úr mælingum við Þorbjörn og Svartsengi. 30.1.2020 20:00
Óttast var um björgunarsveitarmann eftir að snjóflóð féll þegar leit var lokið Aðstæður til leitar voru erfiðar. Þó svo að veður hefði verið ágætt þurfti að huga að lausum snjóalögum. Veðurstofa Íslands hafði gefið út viðvörun vegna snjóflóða til fjalla á suðvesturhorninu. 29.1.2020 19:54
Segir Íslendinga skelfilega eftirbáta Norðurlandaþjóðanna í heimahjúkrun Íslendingar eru skelfilegar eftirbátar Norðurlandaþjóðanna þegar kemur að heimahjúkrun segir varaformaður Velferðarnefndar. Með því að auka heimahjúkrun væri hægt að minnka fráflæðisvanda Landspítalans til muna og skapa þar með betri starfsaðstæður fyrir hjúkrunarfræðinga. 26.1.2020 16:51
Jákvæð umsögn um vottunarferli MAX-vélanna hefur ekki áhrif á Icelandair Forstjórinn býst við þotunum í lok september en fáist grænt ljós fyrr verða þær teknar í notkun. 25.1.2020 22:00
Wuhan-veiran vekur upp slæmar minningar um Sars-faraldurinn Rúmlega 40 eru látnir og um fjórtán hundruð smitaðir á heimsvísu af WUHAN-veirunni svokölluðu. Faraldurinn hefur haft víðtæk áhrif á Kína þar sem þar sem neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stórborgum til að hefta úbreiðslu. 25.1.2020 18:30