PewDiePie á von á barni Sænska YouTube-stjarnan PewDiePie á von á barni með eiginkonu sinni Marzia Kjellberg. Þau búa nú saman í Japan. 5.2.2023 15:41
Mun áfrýja áður en hún afhendir Ætla má að tíðindi muni berast á morgun í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins en óhætt er að segja að deilan sé í hnút. 5.2.2023 15:04
Gervigreind framleiddi heila auglýsingaherferð Advania Ný auglýsingaherferð Advania var gerð af gervigreind. Allt ferlið tók einungis fjóra daga og er meira að segja rödd herferðarinnar gervigreind. Kostnaður við gerð auglýsinganna var aðeins brota brot af því sem slík herferð hefði annars kostað. 5.2.2023 12:26
Pervez Musharraf er látinn Pervez Musharraf, fyrrverandi forseti Pakistan, er látinn, 79 ára að aldri. Hann hafði verið að glíma við veikindi í nokkur ár og bjó síðustu ár lífs síns í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem hann sótti læknisþjónustu. 5.2.2023 10:40
Kjaramálin og flugvélarsalan sem ekkert verður úr Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra er fyrsti gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi í dag. Nú er um 14 mánuðir síðan hann tók við lyklunum að ráðuneytinu, ástandið árin á undan var furðulegt og áfram eru heilbrigðismálin í brennidepli samfélagsmálanna. Hvert stefnir ráðherrann með þennan viðkvæma málaflokk? 5.2.2023 10:09
Rannsókn á máli Gylfa Þórs lokið Rannsókn lögreglunnar í Manchester á máli knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar er lokið. Málið er nú komið inn á borð saksóknaraembættis bresku krúnunnar. Það er í höndum þess embættis hvort ákært verði í málinu eða það falli niður. 5.2.2023 09:47
Bílvelta í Mosfellsbæ Bíll valt við hringtorgið hjá Olís í Mosfellsbæ rétt fyrir klukkan fjögur. Tvö voru flutt á slysadeild til aðhlynningar en talið er að annað þeirra gæti verið alvarlega slasað. 4.2.2023 16:06
Tveir fluttir á slysadeild eftir árekstur við Jaðarsel Tveir voru fluttir á slysadeild eftir bílslys við Jaðarsel í Reykjavík. Enginn slasaðist alvarlega. 4.2.2023 15:33
Johnny Rotten hlaut ekki náð fyrir augum Íra Johnny Rotten, fyrrverandi söngvari hljómsveitarinnar Sex Pistol, mun ekki keppa fyrir hönd Íra í Eurovision í ár. Lag hans, Hawaii, tapaði fyrir hljómsveitinni Wild Youth í undankeppni Írlands í gær. 4.2.2023 15:12
Sextán ára lést í hákarlaárás í Perth Sextán ára stúlka lét í morgun lífið eftir hákarlaárás í Swan-ánni í Perth í vesturhluta Ástralíu. Talið er að stúlkan hafi verið á sæþotu með vinum sínum þegar árásin átti sér stað. 4.2.2023 13:53
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent