Fréttamaður

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Dóra Júlía er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Klæðir sig til að líða vel en ekki til að sýna sig

Kírópraktorinn og tískuunnandinn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró, elskar hvernig tísku, hönnun og list tekst að vekja bæði athygli og tilfinningar. Hann elskar að að klæða sig upp og tjá sig með sínum persónulega stíl en Gummi Kíró er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

„Er klár­lega með breiðara bak í dag“

„Það er alltaf svolítið áhugavert þegar að fólk kemur upp að manni og segir: Vá, ég hélt að þú værir allt öðruvísi. Ég viðurkenni alveg að mér finnst það skrýtin athugasemd, manni líður eins og fólk sé að segja: Ég hélt að þú værir ótrúlega heimsk og vitlaus og þú ert það ekki,“ segir útvarps- og sjónvarpskonan Jóhanna Helga Jensdóttir.

Sjóð­heit föstu­dags förðunartrend

Förðunarfræðingurinn Birkir Már Hafberg fylgist grannt með nýjum tískubylgjum innan förðunarheimsins og passar upp á að vera með puttann á púlsinum. Blaðamaður heyrði í honum og fékk hann til að deila nokkrum heitum og vinsælum förðunartrendum með lesendum Lífsins.

Myndaveisla: List­rænt fjör í Marshallhúsinu

Margt var um manninn á sýningaropnun hjá Þulu Gallery í Marshallhúsinu síðastliðinn laugardag. Sýningin, sem ber heitið Árfarvegur, býður gestum að stíga inn í heim þar sem hið stóra og smáa mætist og er samsýning Kristins E. Hrafnssonar, Önnu Maggýjar, Hrafnkels Sigurðssonar og Vikram Pradhan.

„Eins og ég sé að dansa sárs­aukann frá mér“

„Ég verð eiginlega ótrúlega lítið stressuð fyrir gigg og er meira bara spennt,“ segir tónlistarkonan Guðlaug Sóley, betur þekkt sem Gugusar. Hún er að fara að spila á bransahátíðinni Eurosonic í Groningen, Hollandi í vikunni ásamt því að troða upp á háhýsaklúbbi í Amsterdam. Blaðamaður ræddi við Gugusar, sem var sömuleiðis að senda frá sér lagið Ekkert gerðist.

Ás­dís og Grammy-verðlaunahafinn Purple Disco Machine í eina sæng

„Ég hef bara aldrei áður tekið þátt í neinu svona stóru,“ segir tónlistarkonan Ásdís María Viðarsdóttir. Hún hefur unnið með fjöldanum öllum af tónlistarmönnum en nýjasta samstarfsverkefni hennar er við Grammy verðlaunahafann Purple Disco Machine. 

Einn heitasti leikarinn í Hollywood um þessar mundir

Írski stórleikarinn Barry Keoghan á að baki sér glæstan kvikmyndaferil en hefur þó sjaldan skinið skærar en akkúrat núna. Hann fer með aðalhlutverk í kvikmyndinni Saltburn sem er á vörum margra og hefur meðal annars verið nefndur einn áhugaverðasti leikari sinnar kynslóðar.

Mikil­vægt að finna jafn­vægið í áramótaheitunum

Jógakennarinn Þóra Rós Guðbjartsdóttir segir að fólk eigi í hættu á að fara of geyst af stað í janúar út frá háleitum áramótaheitum. Mikilvægast sé að tileinka sér jafnvægi en hún leggur sjálf mikið upp úr því. Þóra Rós stendur fyrir jógaviðburði á Hótel Kviku þar sem hún deilir því sem hún sjálf hefur lært á sinni vegferð.

Hámhorfið: Hvað eru rit­höfundar og rapparar að horfa á?

Fyrir mörgum eru sunnudagar fyrir sjónvarpsgláp og stundum eru góð ráð dýr þegar það kemur að því að vita hvaða efni er skemmtilegast. Lífið á Vísi heldur áfram að ræða við fólk úr fjölbreyttum áttum um hvað það er að horfa á þessa dagana og í dag eru álitsgjafarnir annað hvort rithöfundar eða rapparar. 

Bætti stílinn með því að fækka í fötunum

Fatahönnuðurinn Guðmundur Ragnarsson, þekktur sem Mundurr, segir stíl sinn í stöðugri þróun. Hann er duglegur að selja eða láta frá sér flíkur sem hann notar lítið og er óhræddur við að prófa eitthvað nýtt. Mundurr er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Sjá meira