Bera fullkomið og listrænt traust til hvor annarrar „Ég held að ég hafi verið tveggja ára þegar ég mætti í fyrsta danstímann. Mamma var með dansskóla svo ég var með í öllum tímum sem hún kenndi,“ segir Snædís Lilja Ingadóttir. Hún er danshöfundur verksins Árstíðirnar ásamt Valgerði Rúnarsdóttur en Íslenski dansflokkurinn frumsýnir verkið næstkomandi laugardag og er tilhlökkunin í hópnum orðin mikil. 10.1.2024 14:00
„Starf listamannsins er að mörgu leyti mjög sjálfhverft“ „Mér gengur yfirleitt best ef ég er ekki fyrir sjálfum mér,“ segir listamaðurinn Steingrímur Gauti Ingólfsson sem opnar sýningu í galleríi í París á föstudaginn. 10.1.2024 10:04
Notalegur staður til að slamma á Ljóðaslamm 2024 verður haldið í Borgarbókasafninu Grófinni á Safnanótt þann 2. febrúar næstkomandi. Slammið er opið öllum sem eru 16 ára og eldri. 9.1.2024 16:30
Hámhorfið: Þetta eru íslenskir áhrifavaldar að horfa á Í skammdegi, roki, veðurviðvörunum og öðru slíku er freistandi að enda daginn á að leggjast upp í sófa og kveikja á góðu sjónvarpsefni. Spurningin sem þvælist fyrir hvað flestum er þá: „Hvað eigum við að horfa á?“ og getur ákvörðunin verið furðu erfið. 9.1.2024 15:30
Dóttir Gunnars Nelson og Fransisku komin með nafn Bardagakappinn Gunnar Nelson og sálfræðingurinn Fransiska Björk Hinriksdóttir birtu í dag færslu á Instagram þar sem þau afhjúpa nafn yngri dóttur sinnar. 9.1.2024 12:44
Tískan á Golden Globe: Bleikar bombur og litaglaðar stjörnur Verðlaunahátíðin Golden Globe fór fram í gærkvöldi á Beverly Hills hótelinu í Los Angeles. Stærstu stjörnur heimsins skinu sitt allra skærasta á rauða dreglinum en glæsilegir síðkjólar, pallíettur og litagleði voru í forgrunni. 8.1.2024 11:31
Heitustu trendin fyrir 2024 Nýtt ár er gengið í garð og með nýju ári koma hinar ýmsu tískubylgjur fram á margvíslegum sviðum. Lífið á Vísi fékk til sín fjölbreyttan hóp álitsgjafa úr ólíkum áttum til að spá fyrir um heitustu trendin fyrir 2024. 8.1.2024 07:01
„Klæðist því sem mér finnst flott án þess að eltast við tískuna“ Dansarinn, heklarinn og listakonan Birta Ásmundsdóttir hefur bæði gaman að fjölbreytileika tískunnar og sameiningarkrafti hennar þegar fólk til dæmis klæðir sig eins. Hún elskar að blanda saman stílum og klæðist því sem henni finnst flott án þess að elta tískuna. Birta er viðmælandi í Tískutali. 6.1.2024 11:31
„Stundum er best að skjóta fyrst og spyrja svo“ „Ég held að í þeim raunveruleika sem við búum við í dag sé hugsunin að mörgu leyti orðin óvinur okkar,“ segir listamaðurinn Jakob Veigar í samtali við blaðamann. Hann stendur fyrir sýningunni „I think, therefore I'm fucked“ sem opnar í Listasal Mosfellsbæjar næstkomandi laugardag. 3.1.2024 09:01
Hefur sýnt um allan heim en leitar nú í íslensku ræturnar Listakonan Karen Ösp Pálsdóttir hefur löngum verið búsett í Bandaríkjunum þar sem hún lagði stund á myndlist við listaháskóla í Maryland. Undanfarin ár hefur hún verið starfrækt í New York borg en var á dögunum að opna sýna fyrstu einkasýningu hér á Íslandi. 2.1.2024 16:01