Fréttamaður

Eiður Þór Árnason

Eiður er fréttamaður á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Lands­virkjun skrefi nær því að reisa fyrsta vindorku­verið

Orkustofnun veitti í dag virkjunarleyfi fyrir vindorkuverið Búrfellslund við Vaðöldu í Rangárþingi ytra. Landsvirkjun hyggst þar byggja upp fyrsta vindorkuver landsins. Gert er ráð fyrir að 28 til 30 vindmyllur rísi sunnan Sultartangastíflu á 17 ferkílómetra svæði og uppsett afl verði um 120 megavött.

Næsta lægð nálgast landið og færir með sér gula við­vörun

Gul viðvörun vegna veðurs hefur verið gefin út fyrir Suðausturland á morgun vegna hvassviðris þegar lægð nálgast landið síðdegis. Viðvörunin gildir frá klukkan 14 til 21 á mánudag og spáir Veðurstofan norðaustan 13 til 20 metrum á sekúndu í landshlutanum. 

Eigi að standa saman um fjár­festingu í jafn­rétti til náms

Ráðherrar hafa undanfarið tekist á um nytsemi gjaldfrjálsra námsgagna og máltíða í grunnskólum landsins. Háskólaráðherra segir það sóun á almannafé en barnamálaráðherra vill ganga enn lengra. Fyrrverandi borgarstjóri segir að allir eigi að standa saman um fjárfestingar í málefnum barna og jafnrétti til náms.

Úkraínu­menn vilji valda upp­lausn

Úkraínuforseti vill með skyndisókn Úkraínuhers innan landamæra Rússlands knýja fram réttlæti og beita Rússa þrýstingi. Aðgerðirnar ná nú þrjátíu kílómetra inn fyrir landamæri Rússa. Úkraínumenn eru sagðir vilja valda Rússum sem mestum skaða og veikja getu þeirra til árása í Úkraínu.

Löturhæg um­ferð inn í borgina

Þung umferð hefur verið á Þjóðvegi 1 frá Hellisheiði og inn á höfuðborgarsvæðið nú síðdegis. Greinilegt er að margir eru á heimleið eftir ferðalög í dag og er bíll við bíl vel framhjá Vífilsfelli, að sögn vegfaranda. 

Mót­­mæla brott­vísun stórs hóps hælis­leit­enda

Hópur fólks frá Venesúela er staddur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar til að mótmæla brottvísun samlanda sinna. Fjöldi hælisleitenda frá Suður-Ameríku ríkinu flýgur frá Íslandi í kvöld og er byrjað að innrita hópinn.

Þyki málið miður og til greina komi að breyta göngu­leið

Formanni Hinsegin daga þykir miður að fólk viðstatt Gleðigönguna hafi fundið fyrir óöryggi þegar tveir vagnar lentu á járngrindum sem stóðu nálægt hópi áhorfenda. Öryggismál séu tekin alvarlega og óhöppin verði tekin til skoðunar. Til greina komi að breyta leið göngunnar til að auka öryggi viðstaddra.

„Þetta getur ekki verið svona aftur á næsta ári“

Betur fór en á horfðist þegar bílstjórar tveggja vagna í Gleðigöngu Hinsegin daga keyrðu á grindverk sem stóð við mannþvögu á horni Bankastrætis og Skólavörðustígs í dag. Járngrindverk splundraðist í sundur að sögn sjónarvotta og steinstólpi losnaði en ekki er vitað til þess að slys hafi orðið á fólki.

Raf­leiðni og vatns­hæð aftur lækkandi í ánni Skálm

Rafleiðni og vatnshæð hefur farið lækkandi í ánni Skálm síðustu klukkustundir. Áfram mælast hækkuð gildi brennisteinsvetnis nærri upptökum Múlakvíslar og er ferðafólk á svæðinu beðið um að sýna aðgát við upptök ánna og nærri árfarvegunum þar sem gasmengun gæti verið á svæðinu.

Sjá meira