Sjötta barn Ramsay komið í heiminn Sjöttta barn stjörnukokksins Gordon Ramsay og eiginkonu hans Tana Ramsay er komið í heiminn. Drengurinn fæddist á afmælisdag pabba síns og hefur fengið nafnið Jesse James Ramsay. 12.11.2023 03:13
Dvínandi virkni geti þýtt að stutt sé í gos Jarðskjálfti yfir þremur að stærð mældist síðast klukkan 18:20. Náttúruvársérfræðingur segir ýmislegt geta úrskýrt dvínandi virkni, reynslan sýni að skjálftavirkni falli niður rétt fyrir gos. 12.11.2023 02:29
Vaktin: Ekki víst að gosórói sjáist á mælum áður en gos hefst Vísindamenn telja miklar líkur á eldgosi á Reykjanesskaga eftir atburði gærkvöldsins. Grindvíkingar munu ekki fá að fara heim næstu daga eftir farsæla rýmingu í gærkvöldi. Ástandið er stöðugt endurmetið. 11.11.2023 08:36
„Þetta gætu verið nokkrir klukkutímar eða nokkrir dagar“ Jarðeðlisfræðingur segir stöðuna benda til þess að kvika sé að troða sér upp í jarðskorpuna. Veðurstofan situr á fundi með almannavörnum í Öskju. 10.11.2023 19:07
„Það er ekkert eldgos að byrja“ Víðir Reynisson, yfirlögreglustjóri almannavarna segir eldgos ekki yfirvofandi þrátt fyrir snarpa skjálfta á Reykjanesi. Þrátt fyrir að Grindvíkingar hafi upplifað stanslausa skjálfta í þrjá klukkutíma sé engin ástæða til að yfirgefa bæinn. 10.11.2023 18:43
Edda, Loftpúðinn og Pítsustund fengu hönnunarverðlaun Hönnunarverðlaun Íslands voru veitt í kvöld, tíunda árið í röð. Veitt voru verðlaun fyrir vöru ársins, stað ársins, verk ársins og bestu fjárfestingu í hönnun auk heiðursverðlauna. 9.11.2023 21:59
„Við verðum að kunna okkur hóf í notkuninni“ Samgönguráðherra leggur áherslu á að frumvarp sem tekur á notkun rafhlaupahjóla fái meðferð í þinginu sem fyrst. Þó hjólin séu fínasta samgöngubót verði fólk að kunna sér hóf. 5.11.2023 23:50
Hádegisfréttir Bylgjunnar Skjálftavirkni jókst á ný á Reykjanesskaganum í nótt og landris heldur áfram á sama hraða við Þorbjörn. Framkvæmdastjóri Bláa lónsins segir miður að ekki allir ferðamenn hafi verið upplýstir um jarðhræringar á svæðinu við komuna í lónið í gær. 5.11.2023 12:04
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ísraelski herinn er sagður hafa drepið tíu og sært fleiri þegar loftárás var gerð á skóla á Gasa í morgun. Við fjöllum um málið. 4.11.2023 17:59
Fundar með utanríkisráðherrum arabaríkja um vopnahlé Utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun funda um stöðuna á Gasa með utanríkisráðherrum nokkurra arabaríkja í dag. Íslandsdeild Amnesty International krefst þess að forsætis- og utanríkisráðherra leggi sitt af mörkum við að koma á vopnahléi. 4.11.2023 12:49