Fréttamaður

Elísabet Inga Sigurðardóttir

Elísabet Inga er fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Orð­laus yfir svörum vegna að­búnaðar hrossa á Vest­fjörðum

Dýra­vel­ferðar­sinni segir ó­líðandi að Mat­væla­stofnun hafi ekki gripið til að­gerða vegna endur­tekinna til­kynninga um slæman að­búnað hrossa á bæ í Arnar­firði. Þegar hún skoðaði að­stæður um helgina var hross fast í girðingu og lög­regla kölluð að bænum. Eig­andinn segir að stofnunin hafi gert sér að af­lífa eitt hrossanna, hin séu í góðu haldi.

Lög­maðurinn segir málið snúast um til­raun til fjár­kúgunar

Lögmaður sem er sakaður um að hafa nauðgað eiginkonu skjólstæðings síns, neitar sök í málinu og segir það snúast um tilraun til fjárkúgunar. Hann viðurkennir að hafa átt samræði við konuna sem hann segist ekki hreykinn af. Formaður lögmannafélagsins segir málið alvarlegt.

Leggur til nýtt úr­ræði fyrir al­var­lega veika fanga

Dómsmálaráðherra mun leggja fyrir ríkisstjórnina tillögur að nýju úrræði fyrir fanga sem glíma við alvarleg andleg veikindi og þá borgara sem þurfa á öryggisvistun að halda. Hann undirbýr nú minnisblað um málið sem hann segir forgangsmál í ráðuneytinu.

Kannast ekki við að veikum föngum sé neitað um þjónustu

Framkvæmdastjóri geðþjónustu Landspítala kannast ekki við að veikum föngum sé neitað um þjónustu. Hún segir að um misskilning sé að ræða sem gæti byggt á skilningsleysi á báða bóga. Alltaf sé þó hægt að standa betur að málum.

Skjálftar í Kötlu­öskju sem hafa ekki sést síðan 2016

Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri hjá Veðurstofunni, segir að vegna þeirrar skjálftavirkni sem hafi verið í Kötlu í morgun sé starfsfólk Veðurstofunnar að setja sig í stellingar. Fylgst sé grannt með gangi mála.

Eigi sama rétt og aðrir en ekki sömu mögu­­leika

Lögfræðingur sem rannsakaði hvort heilbrigðisþjónustu fanga væri ábótavant segir auðvelt að draga þá ályktun að stjórnvöld hafi ekki haft áhuga á málaflokknum enda hafi lítið sýnilegt breyst til batnaðar í málaflokknum þrátt fyrir mikinn þrýsting eftirlitsaðila.

Sjá meira