Fréttamaður

Fanndís Birna Logadóttir

Nýjustu greinar eftir höfund

Stór skref þurfi til að kæla eftispurnina á húsnæðismarkaði

Íbúðaverð heldur áfram að hækka töluvert en forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans gerir ráð fyrir rólegri þróun á næstunni samhliða vaxtahækkunum og frekari uppbyggingu. Starfshópur á vegum forsætisráðherra mun í dag kynna tillögur að aðgerðum til að bæta stöðuna á húsnæðismarkaði.

Gæti verið brot á kosningalögum og jafnvel hegningarlögum

Framboð E-listans í Reykjavík kemur til með að standa þó að einn frambjóðandi telji að undirskrift hennar við framboð hafi verið fölsuð. Forsvarsmenn listans kannast ekki við neina fölsun en frambjóðandinn gagnrýnir að þeir gangist ekki við broti sínu.  Yfirkjörstjórn í Reykjavík mun vísa málinu til Héraðssaksóknara og fela þeim að kanna hvort um sé að ræða brot á kosningalögum eða jafnvel hegningarlögum.

Undirskriftamálið á borð héraðssaksóknara

Yfirkjörstjórnin í Reykjavík mun vísa undirskriftarmáli E-listans, Reykjavík – besta borgin, til héraðssaksóknara en stjórnin komst að þessari niðurstöðu að loknum fundi í dag.

Ekki fyrsta aðvörunin en styttist í að hún gæti orðið sú síðasta

Formaður Loftslagsráðs segir alvarlegt að meðalhiti jarðarinnar gæti hækkað um eina og hálfa gráðu á næstu árum. Heimsbyggðin þurfi að gera miklu meira, miklu hraðar, til að bregðast við. Þetta sé ekki fyrsta aðvörunin sem að mannkynið fær en það styttist mögulega í að þetta verði sú síðasta.

„Þetta er ekki boðlegt eins og þetta er í dag“

Ef nægt rafmagn verður ekki tryggt til Súðavíkur á næstu tveimur árum mun stærsta kalkþörungaverksmiðja landsins sem á að rísa þar keyrð á jarðefnaeldsneyti. Sveitarstjóri segir ríkið verða að bæta raforkumál svæðisins, annað væri galið. Orkumálaráðherra segir ljóst að forgangsraða þurfi verkefnum til að flýta fyrir orkuskiptum. Allt verði gert til að koma í veg fyrir að brenna jarðefnaeldsneyti.

Sérstök tilfinning að sjá Úkraínu á sviðinu: „Þeir fara bara heim í stríð þegar þeir eru búnir að taka þátt“

Ísland keppir í fyrri undanúrslitariðlinum í Eurovision í Torino í kvöld og segir farastjóri íslenska hópsins stemninguna góða. Veðbankar gefa til kynna að Ísland sé að berjast um sæti í úrslitunum en Úkraína, sem er spáð sigri í keppninni, stígur einnig á svið í kvöld. Gera má ráð fyrir tilfinningaþrungnu andrúmslofti í kvöld þegar þeir flytja sitt lag. 

Íslensk til­felli nýs undir­af­brigðis teljandi á fingrum annarrar handar

Nokkrir einstaklingar hafa greinst með BA5 undirafbrigði ómíkron hér á landi og svo virðist sem að það sé nokkuð útbreitt þar sem einstaklingarnir sem um ræðir tengjast ekki. Ekki liggur fyrir hvernig bólusetning eða fyrri sýking verndar gegn afbrigðinu en sóttvarnalæknir kveðst ekki hafa miklar áhyggjur að svo stöddu. Viðbúið væri að ný afbrigði kæmu upp. 

Vildi freista þess að ná 300 kílómetrum: „Ég var ekki orðin dauð, alls ekki“

Stjórnandi Náttúruhlaupa segir engan hafa átt von á því að bakgarðshlaupið um helgina myndi standa yfir eins lengi og það gerði. Fyrra Íslandsmet í hlaupinu kolféll þar sem Mari Järsk hljóp rúma 288 kílómetra á innan við tveimur sólarhringum. Þrátt fyrir glæsilegan árangur segir Mari að hún hefði getað farið lengra, helst vildi hún ná 300 kílómetrum. 

Sjá meira