Vaktin: Undanhaldi Rússa frá Kænugarði að ljúka Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kemur til með að ávarpa öryggisráð Sameinuð þjóðanna í dag en þetta er í fyrsta sinn sem hann ávarpar ráðið frá því að innrás Rússa hófst í febrúar. 5.4.2022 22:25
Segir hryllinginn í Bucha aðeins eitt dæmi af mörgum og krefst aðgerða Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman til fundar í New York í dag en Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði meðal annars ráðið í gegnum fjarfundarbúnað. Hann lýsti hryllingnum í Bucha, og víðar, kallaði eftir alvöru aðgerðum og gagnrýndi viðbrögð alþjóðasamfélagsins við stríðsglæpum Rússa. 5.4.2022 15:52
Brynja telur Sigurð Inga ekki vera rasista: „Við erum mannleg og við skítum stundum upp á bak“ Brynja Dan Gunnarsdóttir, varaþingmaður Framsóknarflokksins, segir það hafa verið ömurlegt og sárt að heyra af ummælum sem Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, lét falla á Búnaðarþingi um helgina. Sigurður Ingi hringdi í Brynju vegna málsins í gær og segir Brynja að hann sé fullur iðrunar. Þá segir hún stigsmunur á að segja eitthvað rasískt og að vera rasisti. 5.4.2022 11:38
Sjúklingum með Covid-19 fækkar áfram og enginn er á gjörgæslu Alls er nú 31 sjúklingur inniliggjandi á Landspítala með Covid-19 en enginn þeirra er á gjörgæslu að því er kemur fram í tilkynningu á vef spítalans. Kona á sjötugsaldri með Covid-19 lést á Landspítalanum í gær og kona á áttræðisaldri lést um helgina, þann 2. apríl. 5.4.2022 10:37
Fyrsta tilfelli mænusóttar í rúma þrjá áratugi greinist í Ísrael Yfirvöld í Ísrael hafa ákveðið að ráðast í bólusetningarátak eftir að fyrsta tilfelli mænusóttar í rúma þrjá áratugi greindist í síðasta mánuði. Framkvæmdastjóri heilbirgðisráðuneytisins óttast að það reynist erfitt að fá fólk til að mæta í bólusetningu eftir kórónuveirufaraldurinn. 5.4.2022 09:59
Vaktin: Gervihnattamyndir sýna lík á götum Bucha þann 11. mars Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Rússa hafa gerst seka um stríðsglæpi í Bucha og víðar þar sem fólk hafi verið pyntað, konum nauðgað og börn myrt. Hann segist enn opinn fyrir friðaviðræðum en að það reynist þeim sífellt erfiðara að semja við Rússa. 4.4.2022 19:30
Kallar Pútín stríðsglæpamann en telur ekki að um þjóðarmorð sé að ræða Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur farið fram á það að Vladímír Pútín Rússlandsforseti verði sóttur til saka fyrir stríðsglæpi sína í Úkraínu og fordæmdi fjöldamorðið í bænum Bucha. Forseti Úkraínu sakar Rússa um þjóðarmorð í bænum en Biden tekur ekki undir það. 4.4.2022 15:47
Landsréttur klofinn í bótamáli vegna blöðruboltaslyss leikskólakennara Landsréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms í máli leikskólakennara sem hlaut alvarlega áverka í september 2016 en ágreiningur var milli aðila málsins um hvort slysið hafi átt sér stað í vinnutíma eða frítíma. Tveir af þremur dómurum við Landsrétt töldu að ekki væri um vinnuslys að ræða en einn skilaði sératkvæði þar sem hann taldi að fallast ætti á kröfu konunnar. 4.4.2022 12:20
Kveður bókaútgáfuna eftir 36 ár: „Maður þarf að vera með sálina í þessu“ Nanna Rögnvaldardóttir lét af störfum sem ritstjóri Forlagsins síðastliðinn fimmtudag eftir 36 ár í bókaútgáfu en hún hefur komið víða við á sínum ferli, ritstýrt hundruð bóka og skrifað á þriðja tug sjálf. Hún hefur þó ekki endanlega sagt skilið við bækurnar, þó hún útiloki að hún muni skrifa aðra matreiðslubók. 2.4.2022 07:01
Fluffy fannst eftir átta mánaða þrotlausa leit: „Hún verður í straffi næstu tvær vikur“ Læðan Fluffy kom í leitirnar í gær eftir að hafa verið týnd í rúma átta mánuði en eigandi hennar gafst aldrei upp á leitinni. Fluffy var í góðu atlæti hjá eldri manni í Elliðaárdalnum þegar hún fannst fyrir tilviljun en eigandi hennar segir að hún fái framvegis ekki að fara út án þess að vera með staðsetningaról. 1.4.2022 18:48