Reyna að koma upp flóttaleiðum en segja árásir Rússa linnulausar Sautjándi dagur innrásar Rússa í Úkraínu hófst með látum í morgun þar sem loftvarnasírenur ómuðu í flestum borgum Úkraínu. Vonir eru bundnar við að hægt verði að koma upp öruggum flóttaleiðum í dag en yfirvöld segja árásir Rússa gera þeim erfitt fyrir og stofna lífi flóttamanna í hættu. 12.3.2022 11:08
Spá „alvöru sunnan stormi“ á mánudag Helgin verður heldur róleg þegar kemur að veðrinu þar sem bjart verður víða á landinu í dag og á morgun. Mánudagurinn verður þó í takt við lægðir síðustu mánaða þar sem spáð er sunnan stormi með talsverðri úrkomu. 12.3.2022 09:49
Lögðu hald á lúxussnekkju rússneska auðjöfursins sem var á Íslandi Lögreglan á Ítalíu hefur lagt hald á lúxussnekkjuna Sailing Yacht A sem er í eigu rússneska auðjöfursins Andrey Igorevich Melnichenko. Umrædd snekkja vakti töluverða athygli hér á landi en Melnichenko dvaldi á Íslandi í nokkurn tíma í fyrra með fjölskyldu sinni. 12.3.2022 09:08
Vaktin: Segir rússneska herinn hafa orðið fyrir sögulegu höggi Rússar halda áfram að sækja að í Kænugarði en átök áttu sér stað norðvestur af borginni í morgun. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 12.3.2022 07:52
Mikið um ölvunartengd mál í miðbænum og víðar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nægu að snúast í gærkvöld og í nótt. Líkamsárásir, tilkynningar um ölvaða einstaklinga, grunsamlegar mannaferðir og akstur undir áhrifum voru meðal verkefni næturinnar. 12.3.2022 07:41
Gera ráð fyrir að á fjórða hundruð sæki um vernd það sem eftir lifir mars Alls hafa 143 einstaklingar með úkraínskt ríkisfang komið til Íslands og sótt um vernd frá því að innrás Rússa hófst fyrir rúmri viku en 34 komu til landsins í gær. Ríkislögreglustjóri áætlar að allt að 381 muni sækja um vernd hér á landi það sem eftir lifir mars, eða að meðaltali átján manns á dag. 11.3.2022 13:55
Guðmundur Árni leiðir lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði Guðmundur Árni Stefánsson, sendiherra, fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði og ráðherra fyrir Alþýðuflokkinn, kemur til með að leiða lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði fyrir komandi sveitastjórnarkosningar en listinn var samþykktur á fundi flokksins þann 7. mars. 11.3.2022 12:15
Telja að rúmlega átján milljón manns hafi í raun látist vegna Covid Teymi rannsakenda við Háskólann í Washington hefur komist að þeirri niðurstöðu að líklega hafi rúmlega átján milljón manns látist, þrefalt fleiri en opinberar tölur segja til um. Ísland er meðal þeirra landa sem teymið telur að sé með lægstu umfram dánartíðnina. 11.3.2022 10:47
Vaktin: Rússar nálgast Kænugarð og beita stórskotavopnum á íbúasvæði Rússar hófu árásir á borgirnar Lutsk og Dnipro snemma í morgun en þetta er í fyrsta sinn sem innrásarsveitirnar beina sjónum sínum að borgunum tveimur. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 11.3.2022 06:49
Álagið á heilbrigðisstofnanir nú meira en áður í faraldrinum Staðan heldur áfram að þyngjast á heilbrigðisstofnunum og sjúkrahúsum landsins viku fyrir viku og hefur ekki verið meira álag vegna Covid frá því að faraldurinn hófst fyrir rúmum tveimur árum. Þetta kemur fram í nýjum pistli sóttvarnalæknis en hann leggur til ýmis tilmæli til landsmanna í ljósi útbreiðslunnar. 10.3.2022 12:33