Fréttamaður

Fanndís Birna Logadóttir

Nýjustu greinar eftir höfund

Reyna að koma upp flótta­leiðum en segja á­rásir Rússa linnu­lausar

Sautjándi dagur innrásar Rússa í Úkraínu hófst með látum í morgun þar sem loftvarnasírenur ómuðu í flestum borgum Úkraínu. Vonir eru bundnar við að hægt verði að koma upp öruggum flóttaleiðum í dag en yfirvöld segja árásir Rússa gera þeim erfitt fyrir og stofna lífi flóttamanna í hættu.

Spá „alvöru sunnan stormi“ á mánudag

Helgin verður heldur róleg þegar kemur að veðrinu þar sem bjart verður víða á landinu í dag og á morgun. Mánudagurinn verður þó í takt við lægðir síðustu mánaða þar sem spáð er sunnan stormi með talsverðri úrkomu.

Mikið um ölvunartengd mál í miðbænum og víðar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nægu að snúast í gærkvöld og í nótt. Líkamsárásir, tilkynningar um ölvaða einstaklinga, grunsamlegar mannaferðir og akstur undir áhrifum voru meðal verkefni næturinnar. 

Gera ráð fyrir að á fjórða hundruð sæki um vernd það sem eftir lifir mars

Alls hafa 143 einstaklingar með úkraínskt ríkisfang komið til Íslands og sótt um vernd frá því að innrás Rússa hófst fyrir rúmri viku en 34 komu til landsins í gær. Ríkislögreglustjóri áætlar að allt að 381 muni sækja um vernd hér á landi það sem eftir lifir mars, eða að meðaltali átján manns á dag. 

Guð­mundur Árni leiðir lista Sam­fylkingarinnar í Hafnar­firði

Guðmundur Árni Stefánsson, sendiherra, fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði og ráðherra fyrir Alþýðuflokkinn, kemur til með að leiða lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði fyrir komandi sveitastjórnarkosningar en listinn var samþykktur á fundi flokksins þann 7. mars. 

Telja að rúmlega átján milljón manns hafi í raun látist vegna Covid

Teymi rannsakenda við Háskólann í Washington hefur komist að þeirri niðurstöðu að líklega hafi rúmlega átján milljón manns látist, þrefalt fleiri en opinberar tölur segja til um. Ísland er meðal þeirra landa sem teymið telur að sé með lægstu umfram dánartíðnina. 

Álagið á heilbrigðisstofnanir nú meira en áður í faraldrinum

Staðan heldur áfram að þyngjast á heilbrigðisstofnunum og sjúkrahúsum landsins viku fyrir viku og hefur ekki verið meira álag vegna Covid frá því að faraldurinn hófst fyrir rúmum tveimur árum. Þetta kemur fram í nýjum pistli sóttvarnalæknis en hann leggur til ýmis tilmæli til landsmanna í ljósi útbreiðslunnar.

Sjá meira