Blaðamaður

Guðný Hrönn

Guðný Hrönn er umsjónarmaður Lífsins í Fréttablaðinu.

Nýjustu greinar eftir höfund

Íhugar að eignast barn með gjafasæði

Sigríður Lena er 32 ára og barnlaus. Hún er ekki í sambandi en finnur fyrir löngun til að eignast börn. Hún íhugar að stofna fjölskyldu ein með því að þiggja gjafasæði og veit um konur í sömu pælingum.

Skilyrði fyrir hlaupavinina að vera með góðan húmor

Parið Þorbjörg Marinósdóttir, betur þekkt sem Tobba, og Karl Sigurðsson ætla að hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst til styrktar vini sínum, leikaranum Stefáni Karli Stefánssyni sem glímir við krabbamein.

Fyrsta platan komin út eftir fimm ára starfsemi

Hljómsveitin Milkhouse var að gefa út sína fyrstu breiðskífu. Bandið hefur verið starfandi í fimm ár þrátt fyrir frekar ungan aldur hljómsveitarmeðlima en þau eru öll fædd árið 1996.

Fólk oft hissa að sjá unga konu með harmóníku

Ásta Soffía Þorgeirsdóttir er 21 árs og spilar á harmóníku. Hún segir margt fólk verða hissa þegar það sér unga konu spila á harmóníku enda tengir fólk hljóðfærið gjarnan við gömlu danslögin. En að sögn Ástu er hægt að spila afar fjölbreytt tónlist á harmóníku.

Plötufyrirtæki er eins og heimili tónlistarinnar

Í seinustu viku skrifaði söngvarinn Högni Egilsson undir samning við breska plötufyrirtækið Erased Tapes og í haust kemur út fyrsta sólóplatan hans. Hann segir ómetanlegt að finna gott plötufyrirtæki til að vinna með því slíkt fyrirtæki er eins og heimili tónlistarinnar.

Fengu sjokk við þríburafréttirnar

Fyrir átta mánuðum urðu þau Anna Lísa og Hólmar Freyr foreldrar í fyrsta sinn þegar þríburar þeirra fæddust. Anna Lísa segir það hafa verið sjokk að komast að því að þau ættu von á þremur börnum.

Á heimavelli í sýningu um sögu Íslands

Tónlistarmaðurinn Valgeir Guðjónsson hefur undanfarið vakið lukku með sýningunni Saga Music 101 sem byggir á fornsögum og goðafræði lands og þjóðar. Hann er á heimavelli í sýningunni enda hefur hann samið tónlist og texta um sögu Íslands.

Helstu tískukonur landsins losa sig við föt

Á morgun munu nokkrar af helstu tískukonum landsins koma saman og selja gersemar úr fataskápnum. Hópurinn samanstendur af ellefu konum sem tengjast tískuheiminum á einn eða annan hátt.

„Þetta er glæný og sjúklega spennandi sérverslun“

„Við erum fimm hönnuðir og einn mynd- og hjóðlistarmaður sem komum að versluninni og við erum að selja okkar eigin hönnun ásamt því að kaupa inn vörur frá spennandi fólki um allan heim. Vörurnar sem um ræðir spanna vítt svið, sem dæmi erum við með heimilisvörur, lampa, flíkur, tímarit, plötur, ilmvötn, skartgripi og fleira spennandi.“

Sjá meira