Dæmi um að fólk hafi fallið frá á meðan beðið er eftir NPA-þjónustu Dæmi eru um að aðstandendur hafi endað á örorku og fatlaðir einstaklingar hafi fallið frá á meðan beðið er eftir NPA-þjónustu. Í kvöldfréttunum verður rætt við Harald Þorleifsson baráttumann og frumkvöðul, sem bíður eftir að fá þjónustu. 19.9.2024 18:02
„Þetta er bara rétt að byrja“ Lögregluyfirvöld á Íslandi tóku þátt í fjölþjóðlegum aðgerðum á dögunum þar sem dulkóðaður samskiptamiðill var tekinn niður. Fulltrúi Íslands hjá Eurojust segir málið sýna mikilvægi þess að Ísland eigi fulltrúa hjá alþjóðlegum löggæslustofnunum. 18.9.2024 11:21
„Það er hula yfir sólinni“ Sjö hafa farist í miklum gróðureldum sem geisa í Portúgal og á sjötta tug hafa slasast. Íslendingur í Portó segir gulleitan reykjarmökk hafa legið yfir borginni í dag og í gær. Hún hafi aldrei upplifað annað eins. 17.9.2024 19:46
Spenna innan ríkisstjórnarinnar og mannskæðir gróðureldar Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, segir lögreglu ekki ætla að eyða tíma í að eltast við sögusagnir í Krýsuvíkurmálinu þegar engar ábendingar eða sönnunargögn liggi fyrir um annað en það sem faðirinn hefur sjálfur sagt hafa gerst. Farið verður yfir stöðu málsins í kvöldfréttum Stöðvar 2. 17.9.2024 18:01
Harmleikur á Krýsuvíkurvegi og harkalegar aðgerðir lögreglu Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald grunaður um að hafa banað tíu ára gamalli dóttur sinni um kvöldmatarleytið í gær. Rætt verður við Grím Grímsson, yfirlögregluþjón hjá miðlægri rannsóknardeild, í kvöldfréttum Stöðvar 2. 16.9.2024 18:02
Ráðherrar VG fóru fram á að brottvísun Yazans yrði frestað Ráðherrar Vinstri grænna fóru fram á að mál Yazans Tamimi yrði rætt í ríkisstjórn. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra fyrirskipað í kjölfarið að brottvísun hans frá landinu yrði frestað. Þetta herma heimildir fréttastofu. 16.9.2024 11:33
Uppsagnir í verktakageiranum og dularfult ýl í Laugarnesi Stjórnarandstaðan telur fátt í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar stuðla að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Í kvöldfréttunum verðum við í beinni útsendingu frá þinginu og heyrum í Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur þingmanni Viðreisnar og Njáli Trausta Friðbertssyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins. 12.9.2024 18:12
Fleiri fresta læknisferðum vegna langra biðlista Fólki sem frestar læknisferðum vegna langra biðlista hefur fjölgað á síðustu mánuðum og sum heimili bera óhóflegan kostnað af heilbrigðisþjónustu. Þetta eru niðurstöður rannsóknar, sem kynntar eru að hluta á málþingi ASÍ um félagslegt heilbrigðiskerfi í dag. 12.9.2024 12:02
Aðgerðir gegn vopnaburði ungmenna og mikilvægi EES-samningsins Dómsmálaráðherra boðar hertar aðgerðir gegn vopnaburði ungmenna. Lögregla hefur lagt hald á hundruð vopna á síðustu árum. Rætt verður við forstjóra Barna- og fjölskyldustofu í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 3.9.2024 18:11
Tæki marga mánuði fyrir hraun að ná innviðum Engir innviðir eru í hættu á Reykjanesskaga miðað við hraða hraunflæðis. Fastjóri aflögunar hjá Veðurstofu Íslands segir að innflæði í kvikuhólfið undir Svartsengi sé jafn mikið og flæðir úr í eldgosinu. Hættumat verður uppfært síðar í dag. 3.9.2024 12:52