Hlupu upp til handa og fóta vegna manna með leikfangabyssur Lögregla var með mikið viðbragð við Fjölbrautaskólann í Breiðholti um klukkan 14. Tveir tvítugir menn voru handteknir á vettvangi og færðir á lögreglustöð. Þeir voru með leikfangabyssur og klæddir stunguvestum. Einn hafði áður verið handtekinn á heimili sínu eftir að hafa uppi alvarlegar hótanir um ofbeldi á samfélagsmiðlum. 25.1.2024 14:22
Íslandi nú spáð þriðja sæti í Eurovision Íslandi er nú spáð þriðja sæti í Eurovision, sem fer fram í Malmö í Svíþjóð 7. til 9. maí næstakomandi. Það er stökk úr 18. sæti frá því í gær og má rekja stökkið til frétta af því að hinn palestínski Bashar Murad taki þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins. 25.1.2024 13:48
Bein útsending: Landlæknir kynnir aðgerðir gegn sjálfsvígum Landlæknir kynnir í dag nýja aðgerðaáætlun gegn sjálfsvígum. Stofna á nýja miðstöð um sjálfsvígsforvarnir og sjóð til að sporna gegn þeim. 25.1.2024 13:31
Versta óveður í höfuðborginni í allan vetur Veðurfræðingur segir að óveðrið í höfuðborginni í nótt hafi verið það versta sem skollið hefur á borgarbúum í allan vetur en afar hvassir vindar, þrumur og eldingar einkenndu veðrið. 25.1.2024 13:31
Innbrotum fækkaði í desember Færri tilkynningar bárust til lögreglu vegna innbrota og þjófnaðar í desember en mánuðinn á undan. Þetta segir í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en alls bárust 745 tilkynningar um hegningarlagabrot í desember. 25.1.2024 11:54
Lena Dögg nýr verkefnastjóri Vertonet Lena Dögg Dagbjartsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri yfir átaksverkefninu Vertonet. Markmið þess er að auka hlut kvenna í upplýsingatækni á Íslandi. Átakið er samstillt átak atvinnulífs og menntastofnana sem 21 tekur þátt í. 25.1.2024 11:24
Dæmdur til dauða fyrir fjöldamorð í anime myndveri Japanskur karlmaður hefur verið dæmdur til dauða fyrir að hafa myrt 36 þegar hann kveikti í anime myndveri í borginni Kyoto árið 2019. 25.1.2024 10:58
Palestínumaðurinn Bashar Murad keppir í Söngvakeppninni Palestínski tónlistarmaðurinn Bashar Murad mun keppa í Söngvakeppni sjónvarpsins. Murad er landsmönnum kunnugur en hann gaf út lag með hljómsveitinni Hatara, eftir Eurovision ævintýri sveitarinnar í Tel Aviv árið 2019. 24.1.2024 17:01
Samningsviðræðum slitið og deilunni vísað til ríkissáttasemjara Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að kjaraviðræðum breiðfylkingar ASÍ við Samtök atvinnulífsins hafi verið slitið og deilunni verði nú vísað formlega til ríkissáttasemjara. Frost er komið í viðræðurnar. 24.1.2024 16:51
Fundu lungnaorm í innfluttum hundi Lungnaormur greindist í sýni úr hundi sem fluttur var til landsins frá Svíþjóð á síðasta ári. Engin snýkjudýr greindust í hundinum sem tekin voru á meðan hann var í einangrun. Ormurinn virðist ekki hafa smitast í önnur dýr á heimilinu. 24.1.2024 16:35