Innlent

Inn­brotum fækkaði í desem­ber

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Innbrotum fækkaði nokkuð í mánuðinum en fíkniefnalagabrotum fjölgaði.
Innbrotum fækkaði nokkuð í mánuðinum en fíkniefnalagabrotum fjölgaði. Vísir/Vilhelm

Færri tilkynningar bárust til lögreglu vegna innbrota og þjófnaðar í desember en mánuðinn á undan. Þetta segir í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en alls bárust 745 tilkynningar um hegningarlagabrot í desember. 

Rúmlega helmingur brotanna var með skráðan vettvang á svæði lögreglustöðvar 1, sem nær til miðborgar, vesturbæjar, Seltjarnarness, Háaleitishverfis, Hlíða og Laugardals. 

Þá bárust 134 tilkynningar um ofbeldisbrot í desember og fækkaði þeim örlítið milli mánaða. Tilkynningarnar fóru úr 76 í nóvember í 71 tilkynningu í desember. Fram kemur í tilkynningunni að það sem af er ári hafi borist um fjögur prósent færri tilkynningar um heimilisofbeldi samanborið við meðalfjölda sama tímabils síðustu þrjú ár á undan. 

Í desember voru 17 tilvik skráð þar sem lögreglumaður var beittur ofbeldi. Ekki hafa verið skráð jafn mörg tilvik síðan samræmdar skráningar í lögreglukefi hófust.

Þá barst lögreglunni á svæðinu 21 tilkynning um kynferðisbrot í desember, um 12 þeirra voru vegna brota sem áttu sér stað í sama mánuði. Tuttugu og þrját beiðnir bárust um leit að börnum og ungmennum í desember. Þá segir að það sem af er ári hafi borist um 29 prósent fleiri leitarbeiðnir en bárust að meðaltali á sama tímabili síðustu þrjú ár á undan. 

Skráðum fíkniefnabrotum fjölgaði einnig nokkuð og voru fimm stórfelld fíkniefnabrot skráð í desember. Tilkynningum þar sem ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna fjölgaði þá milli mánaða og tilkynningum þar sem ökumaður var grunaður um ölvun við akstur. 


Tengdar fréttir

Fjölmennt í fangageymslu í nótt

Nokkrir gistu í fangageymslum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt samkvæmt upplýsingum úr dagbók lögreglunnar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×