Blaðamaður

Helgi Vífill Júlíusson

Helgi Vífill er blaðamaður á viðskiptamiðlinum Innherja.

Nýjustu greinar eftir höfund

Telur jafn­vel „ekki á vís­an að róa um vaxt­a­lækk­un í okt­ó­ber“

Aðalhagfræðingur Kviku telur að ný verðbólgumæling gefi ekki „verulegt tilefni“ til að endurskoða verðbólguhorfur næstu mánaða. Mælingin geri sömuleiðis lítið til að breyta mati á næstu skrefum Seðlabankans og nær útilokað sé að peningastefnunefnd sjái ástæðu til að lækka stýrivexti á ágústfundi sínum. „Jafnvel er ekki á vísan að róa um vaxtalækkun í október.“

JPMorgan Chase af­nemur há­mark á bónusa í Bret­landi

Bandaríski stórbankinn JPMorgan Chase hefur fetað í fótspor Goldman Sachs og tilkynnt starfsfólki sínu í Bretlandi að það muni afnema hámark á kaupaukagreiðslur. Hérlendis er þakið lögum samkvæmt 25 prósent af árslaunum sem hefur haft í för með sér að föst laun hafa hækkað sem kann að auka rekstraráhættu fyrirtækja, einkum þeirra minni. Bankastjórar evrópskra banka, sem geta greitt allt að 200 prósenta kaupauka til starfsmanna miðað við árslaun, kalla eftir því að fara sömu leið og Bretar og afnema hámarkið.

Hækk­ar verð­mat Brims og velt­ir upp hvort botn­in­um sé náð

Verðmat Brims hækkaði um nærri tíu prósent þrátt fyrir að rekstrarspá greinanda sé heldur dekkri fyrir árið í ár en áður. „Jákvæður munur milli verðmatsgengis og markaðsgengis hefur aldrei verið meiri. Einhver gæti spurt: Er botninum náð?“ segir í nýrri verðmatsgreiningu.

Mark­aðs­torg­i fyr­ir engl­a­fjár­fest­ing­ar hleypt af stokk­un­um

Við erum að koma á fót markaðstorgi fyrir englafjárfesta þar sem finna má fjárfestingartækifæri. Það hefur ekki verið gert áður, segir formaður IceBAN (Icelandic Business Angel Network), félagasamtök íslenskra englafjárfesta. Félagið er nýstofnað og á að efla og auka samstarf englafjárfesta.

Gull­húð­un ger­ir ó­verð­tryggð lán með föst­um vöxt­um dýr­ar­i

Gullhúðun, sem átti að verja neytendur, gerir það að verkum að óverðtryggð lán með föstum vöxtum eru dýrari en annars væri, segir framkvæmdastjóri fjármálasviðs Arion banka. Þegar reglur séu settar þurfi að fylgja þeim vel eftir, horfa á stóru myndina og meta heildaráhrifin til lengri tíma. Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu hafa sagt að fyrirkomulagið smitist yfir í skuldabréfamarkað því bankar geti fyrir vikið ekki fjármagnað sig með löngum sértryggðum skuldabréfum á móti fastvaxtaíbúðalánum.

Orku­stofn­un seg­ir mik­il­vægt að skoð­a fyr­ir­kom­u­lag við kaup Lands­nets á orku

Deildarstjóri Raforkueftirlits Orkustofnunar segir mikilvægt að skoða fyrirkomulag á kaupum á flutningstöpum og leggja mat á hagkvæmni þeirra. Sérstaklega í ljósi þess að gagnsæi raforkuviðskipta hafi stóraukist á undanförnum mánuðum með tilkomu markaðstorga. Aukið aðgengi að markaðsupplýsingum sé tilefni þess að nú vinni Raforkueftirlitið að leiðbeiningum um innkaup flutningstapa.

RA­RIK tryggð­i raf­ork­u til mun lengr­i tíma en Lands­net til að drag­a úr á­hætt­u

Aðstoðarforstjóri RARIK segir að dreifiveitan hafi í gegnum tíðina tryggt sér raforku vegna tapa í raforkukerfinu til mun lengri tíma en Landsnet til að draga úr áhættu í rekstri. Óeðlilegt sé að flutningsfyrirtækið geti fleytt á þriggja mánaða fresti breyttum orkukostnaði til viðskiptavina en RARIK sé á meðal þeirra. „Það vantar í regluverkið hvata fyrir flutningsfyrirtækið til að sýna fyrirhyggju í raforkukaupum. Fyrirtækið getur tekið áhættu við orkukaup en ber ekki kostnaðinn.“

„Vöxt­ur og kraft­ur“ Skag­a kom Jak­obs­son á ó­vart

„Vöxtur og kraftur“ í hinu nýstofnaða félagi Skaga sem varð til við sameiningu Fossa og VÍS var framar vonum Jakobsson Capital. Jafnvel þótt markaðurinn virðist hafa gefist upp og farið í sumarfrí í júní þykir greinanda of snemmt að afskrifa árið á verðbréfamarkaði.

Sjá meira