Fréttamaður

Hólmfríður Gísladóttir

Hólmfríður er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Rússar aftur sakaðir um að nota fos­fórssprengjur

Úkraínumenn hafa sakað Rússa um að nota fosfórssprengjur í Bakhmut og hefur herinn birt myndskeið tekin úr dróna sem virðast sýna elda loga í borginni á sama tíma og hvítum fosfór rignir niður.

Hélt hún væri með lág­þrýsting en fékk heila­blóð­fall

Sigga Kling, spákona og skemmtikraftur með meiru, er ekki dauð! Hún mætti í Bakaríið á Bylgjunni í dag til að kveða niður flökkusögur um ótímabært fráfall sitt en hið sanna í málinu er að hún fékk á dögunum heilablóðfall í kjölfar blóðtappa.

Blæja ritskoðuð vegna fitusmánunar

Ástralska fjölmiðlafyrirtækið ABC hefur ritskoðað og breytt þætti af Bluey til að bregðast við gagnrýni um fitusmánun. Í þættinum er fjölskyldan á salerninu og pabbi Blæju, eins og hún heitir á íslensku, er að bursta tennurnar og vigta sig.

Rifrildi, slags­mál og ölvun... en enginn á staðnum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölbreyttum verkefnum í nótt en kom nokkrum sinnum að tómum kofanum. Hún var meðal annars kölluð til vegna rifrilda, slagsmála og ölvaðs einstaklings sem lá í götunni en allir sem komu að málum voru á brott þegar að var komið.

Hvorki gengur né rekur að koma æfinga­flugi úr Vatns­mýrinni

Enn var tekist á um flugvöllinn í Vatnsmýrinni að þessu sinni í frísklegum umræðum í Pallborði Vísis og Stöðvar 2. Þar mættust þeir Pawel Bartoszek, varaborgarfulltrúi Viðreisnar, og Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fóru yfir þetta sígilda hitamál.

Sjá meira