Leitað í sjónum við Sæbraut Litlar upplýsingar fást um málið en neyðarlínunni barst tilkynning fyrr í kvöld sem leiddi til þess að ákvörðun var tekin um að leita í sjónum. 14.11.2017 20:52
Óvenju mikið álag á sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi í dag Mikið álag hefur verið á sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi í dag. Kalla þurfti út allsherjarútkall og óska eftir aðstoð frá þyrlu Landhelgisgæslunnar sem og sjúkrabíls frá Reykjavík. 14.11.2017 19:56
Magnús Þór verður framkvæmdastjóri þingflokks Flokks fólksins Magnús Þór Hafsteinsson, fyrrverandi þingmaður og oddviti Flokks fólksins í norðvesturkjördæmi í nýafstöðnum þingkosningum, verður framkvæmdastjóri þingflokks Flokks fólksins. 13.11.2017 23:54
Árbæjarskóli vann Skrekk Árbæjarskóli vann Skrekk, hæfileikakeppni skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur árið 2017. 13.11.2017 22:05
Gagnrýni á hæstaréttardómara verði að vera málefnaleg Eiríkur Tómasson, fyrrverandi hæstaréttardómari, segir það sjálfsagt að úrlausnir dómara séu gagnrýndar. Það verði þó að gera þá kröfu um að sú gagnrýni sé málefnaleg. 13.11.2017 20:33
Ung vinstri græn leggjast gegn samstarfi með Sjálfstæðisflokknum Ung vinstri græn, ungliðahreyfing Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, leggst gegn fyrirhuguðu ríkisstjórnarsamstarfi flokksins með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. 13.11.2017 18:23
Ekki þörf á að boða neinn til Bessastaða Leiðtogar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hafa tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að þeir séu reiðubúnir til að hefja formlegar viðræður. 13.11.2017 17:09
Reiðubúin í málefnalega og harða stjórnarandstöðu Samfylkingin, Píratar og Viðreisn hafa myndað bandalag á Alþingi og ætla að vinna náið saman hvort sem flokkarnir verða í stjórnarandstöðu eða í ríkisstjórn. 10.11.2017 18:15
Rannsókn á manndrápi á Hagamel enn ekki lokið Rannsókn lögreglunnar á morrðinu á Sanitu Brauna er ekki lokið. 10.11.2017 13:27
Vilja opna aftur á umræður fjögurra flokka og taka Viðreisn með Fulltrúar Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar hittust á fundi í morgun og ræddu möguleika á samstarfi, bæði í ríkisstjórn og í stjórnarandstöðu. 10.11.2017 11:37