Birkir Valur yfirgefur HK Bakvörðurinn Birkir Valur Jónsson hefur yfirgefið herbúðir HK sem féll úr Bestu deild karla í haust. 17.11.2024 12:00
Skoraði 109 stig á tveimur dögum Engu er logið þegar sagt er að De'Aaron Fox, leikmaður Sacramento Kings, hafi verið sjóðheitur í síðustu tveimur leikjum liðsins. Í þeim skoraði hann samtals 109 stig. 17.11.2024 11:30
Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Ádám Szalai, aðstoðarþjálfari ungverska karlalandsliðsins í fótbolta, hné niður á meðan leiknum gegn Hollandi í Þjóðadeildinni í gær stóð. Ástand hans er sagt stöðugt. 17.11.2024 10:47
„Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Ingibjörg Sigurðardóttir, landsliðskona í fótbolta, leikur með Bröndby sem er fyrsta kvennaliðið í Danmörku sem er atvinnumannalið að fullu. Ingibjörg að það hafi verið viðbrigði að koma inn í hálf atvinnumannaumhverfi hjá Bröndby en vonar breytingarnar skili sér inni á vellinum. Bröndby stefnir hátt á næstu árum. 17.11.2024 10:02
Markvörður Bayern með krabbamein Mala Grohs, markvörður Þýskalandsmeistara Bayern München, hefur greinst með krabbamein. Félagið hefur framlengt samning hennar til að styðja við bakið á henni. 17.11.2024 09:30
Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Eftir tap fyrir Sporting í síðustu komst Porto aftur á sigurbraut þegar liðið vann stórsigur á Vitória, 21-36, í portúgölsku úrvalsdeildinni í dag. Þorsteinn Leó Gunnarsson var markahæstur í liði Porto. 16.11.2024 16:42
Aron Einar miðvörður í Niksic Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Svartfjallalandi í Þjóðadeildinni. 16.11.2024 15:54
Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Wolfsburg sigraði Potsdam, 3-1, í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur hennar eru með fimm stiga forskot á toppi deildarinnar. 16.11.2024 14:54
Frækinn sigur Vals í Kristianstad Íslands- og bikarmeistarar Vals eru komnir í sextán liða úrslit EHF-bikars kvenna í handbolta eftir sigur á Íslendingaliði Kristianstad, 24-29, í Svíþjóð í dag. Valskonur unnu einvígið, 56-48 samanlagt. 16.11.2024 14:30
Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sædís Rún Heiðarsdóttir skoraði mark meistara Vålerenga í 1-1 jafntefli við Lilleström í lokaumferð norsku úrvalsdeildarinnar í dag. 16.11.2024 14:19