„Æi góði hoppaðu upp í rassgatið á þér!“ Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður fékk dónaskapinn sem hann auglýsti eftir og gott betur. 24.9.2024 13:25
Krefja blaðamann Samstöðvarinnar um fimmtán milljónir Fjárfestarnir Arnar Hauksson, Jón Einar Eyjólfsson og Pétur Árni Jónsson hafa sett fram kröfu á hendur Hjálmari Friðrikssyni blaðamanni Samstöðvarinnar. Þeir vilja að hann greiði þeim þrjár milljónir hverjum í miskabætur auk dráttarvaxta og málskostnaðar vegna ótilhlýðilegra skrifa. Gísli Tryggvason lögmaður Hjálmars krefst sýknu. 24.9.2024 08:02
Vill laða að lágverðsverslun á Krókinn Álfhildur Leifsdóttir, sveitarstjórnarmaður í Skagafirði, hefur stuggað við kaupmönnum á Sauðárkróki, með tillögu um að sveitarstjórnin laði að lágverðsverslun á svæðið með ókeypis lóð á nýju athafnasvæði í bænum. 23.9.2024 15:05
Ísland með auga fuglsins Ragnar Axelsson - Raxi - flýgur skýjum ofar og færir okkur áður óséð náttúrufyrirbrigði svo fögur, svo stórfengleg að menn standa agndofa gagnvart fegurð landsins. 22.9.2024 08:01
Skerjafjarðarskáldið krefst afsökunarbeiðni – annars fer það í mál Kristján Hreinsson skáld sem kenndur hefur verið við Skerjafjörðinn segir það gersamlega óásættanlegt að hending úr hans höfundarverki sé notuð sem einskonar slagorð fyrir vindmylluuppbyggingu. 20.9.2024 10:02
Brynjar vill herða upp á mannréttindahugtakinu Brynjar Níelsson hefur sagt af sér varaþingmennsku og mun að öllum líkindum taka sæti í stjórn Mannréttindastofnunar, gangi allt eftir. Þetta tvennt tengist þó ekki. 19.9.2024 17:02
Hart tekist á um netaveiði í Ölfusá Þeir sem bera hag Norður-Atlantshafslaxins fyrir brjósti biðla nú til þeirra sem enn stunda netaveiði í Ölfusá að hlífa því sem eftir lifir stofns í stærsta ferskvatnakerfi í Evrópu. Þeir segja þetta ljótan blett á orðspori Íslands og laxinn sé í útrýmingarhættu. Sveitin er klofin. Jörundur Gauksson lögmaður, formaður í Veiðifélagi Árnessýslu, stendur hins vegar fastur fyrir og á sínu. 19.9.2024 12:57
Almenn ánægja með nýtt útlit Alþingis Viktor Weisshappel hjá hönnunarstofunni Strik Studio segir það draumaverkefni að fá að hanna einkenni Alþingis en Strik hreppti hnossið í lokuðu útboði sem fór fram í gegnum Miðstöð hönnunar og arkítektúrs. 19.9.2024 11:24
„Vottunin verið kölluð láglaunavottun af gárungunum“ Diljá Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, notaði tækifærið á alþjóðlega jafnlaunadeginum, sem er í dag, til að fara hinum háðulegustu orðum um hina séríslensku jafnlaunavottun. Hún sagði jafnlaunavottunina kostnaðarsama og vitagagnslausa. 18.9.2024 16:47
„Langveikt barn í hjólastól peð og fórnarlamb átaka við ríkisstjórnarborðið“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar sumir hverjir þjörmuðu að ríkisstjórninni vegna máls Yazans en víst er að mikil spenna ríkir um framtíð ríkisstjórnarinnar undir dagskrárliðnum Störf þingsins nú rétt í þessu. 17.9.2024 14:22