Fréttamaður

Jakob Bjarnar

Jakob Bjarnar er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

MAST kærir niður­fellingu Helga á rann­sókn

Matvælastofnun hefur kært ákvörðun Helga Jenssonar lögreglustjóra á Vestfjörðum fyrir að fella niður rannsókn máls á laxasleppingum fyrir vestan. Ríkissaksóknari fær nú málið á sitt borð og skoðar hvort ákvörðunin standi eða hvort lögreglu verði gert að hefja rannsókn að nýju.

Ástar­sam­band við lækni talið rýra fram­burð

Karlmaður var á dögunum sýknaður af ákæru þess efnis að hafa tekið dreng hálstaki. Dómari í málinu leit til þess við ákvörðun sína að læknirinn hefði skrifað upp á áverkavottorð eftir mynd af áverkum sem ósannreynt var hvenær var tekin. Þá yrði ekki litið fram hjá því að réttargæslumaður drengsins og læknirinn ættu í ástarsambandi. Réttargæslumaðurinn er auk þess mjög góð vinkona móður drengsins til langs tíma.

„Já, ég er maðurinn sem kvartaði undan snjó­mokstrinum“

Tómas Skúlason íbúi í Breiðholti stígur fram og játar fúslega að hafa verið sá sem kvartaði undan snjómokstrinum. Tómas telur sig hafa ærna ástæðu til og honum gremst að vera hafður að háði og spotti meðal annars af borgarfulltrúa vegna málsins.

Á­kveða sig eftir Söngva­keppnina

Ríkisútvarpið ætlar ekki að taka neina ákvörðun um þátttöku sína í Eurovision í Svíþjóð fyrr en að lokinni Söngvakeppni sjónvarpsins. Að óbreyttu verður Ísland meðal þátttökuþjóða í Malmö í maí. 

Sjá meira