Eins og búið sé að þurrka Grindavík út af kortinu Athygli vakti dögunum að búið var að líma rautt límband yfir Grindavík og Bláa lónið við Grindavíkurafleggjarann við Reykjanesbraut. Líkt og búið sé að þurrka Grindavík út af kortinu. 15.11.2023 11:40
Aðkoma HS Orku og Bláa lónsins ekkert rædd Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata spurði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hvort það hafi komið til tals innan ríkisstjórnarinnar, hvort það hafi komið til greina að þau fyrirtæki sem á svæðinu eru; HS Orka og Bláa lónið, kæmu að þeim kostnaði sem væri því samfara að reisa varnargarð um þau? 14.11.2023 14:31
Birgir telur rétt að HS Orka og Bláa lónið komi að kostnaði Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var sá eini sem hafði á því orð að eðilegt væri að HS Orka og Bláa lónið kæmu að kostnaði við varnargarðana sem til stendur að reisa. 14.11.2023 11:59
Þriðja vaktin er til og Jóhannes Haukur gengur hana Jóhannes Haukur Jóhannsson stórleikari, eiginmaður og faðir segir þriðju vaktina svokölluðu vissulega til og en það sé hann sem gangi þá vakt. 14.11.2023 10:14
Spyr hvers vegna HS Orka og Bláa lónið séu stikkfrí Guðjón Friðriksson sagnfræðingur orðar þar sem margir hugsa þegar hann spyr hvers vegna einkafyrirtækin HS Orka og Bláa lónið sleppi frá því að leggja í púkkið við byggingu varnargarða? 14.11.2023 08:54
Seldi húsið í Grindavík á föstudag en rændur í Reykjavík Marcel Marik lenti í þeirri hörmulegu lífsreynslu að vegabréfi hans og verðmætum var stolið úr bíl hans. En nokkrum klukkustundum fyrr seldi hann húsið sitt í Grindavík. Hann vonast til að geta búið áfram í Grindavík. 13.11.2023 17:08
Tengdasonur ársins kemur til bjargar Íbúar Grindavíkur voru í óða önn nú síðdegis við að forða sínu helsta á þeim skamma tíma sem gafst til að huga að verðmætum og persónulegum eignum. Fréttamaður Vísis greip Ásmund Guðnason glóðvolgan þar sem hann var að hlaða bíl sinn. 13.11.2023 16:05
Segja eign sína nú verðlausa með öllu Ómar Alaham og Amanda Jo Wood búa við stærstu sprungur sem myndast hafa í Grindavík. Fréttastofa rakst á þau þar sem þau voru að huga að aðstæðum en yfirvöld gáfu íbúum færi á því í dag. Íbúar hafa til klukkan 16:00 til að fara að sækja það allra nauðsynlegasta. Þá verður lokað aftur. 13.11.2023 15:24
Inn á tíu mínútum og út aftur Hjálmar Hallgrímsson vettvangsstjóri segir ganga ágætlega að hleypa fleira fólki inn í Grindavík. Skipulagsbreytingar hafi verið gerðar sem geri ráð fyrir að hraðar gangi að hleypa fleirum inná svæðið en áður var. 13.11.2023 13:43
Búa í hesthúsi meðan ósköpin ganga yfir Þau Rúrik Hreinsson og Paricia Hobi flúðu bæinn eins og aðrir Grindvíkingar og fundu athvarf í hesthúsi í Fjárborgum, rétt fyrir ofan borgina. 13.11.2023 12:18