Fréttamaður

Jóhann K. Jóhannsson

Jóhann er fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Niðurstaða um áminningu liggur ekki fyrir

Dómsmálaráðherra hefur ekki útskýrt fyrir umboðsmanni Alþingis hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis hans, vegna máls er varðaði hans eigin hagi.

Haraldur ekki áminntur með tilliti til meðalhófsreglu

Það var á grundvelli meðalhófsreglu sem Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan.

Tilgangur Jim Ratcliffe sagður bara einn

Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe vinnur nú að uppbyggingu lax og lífríkis í ám á Norðausturlandi. Talsmaður hans segir Íslendinga ekki þurfa að hafa neinar áhyggjur af fyrirætlunum hans því verkefnið sé bara eitt. Að bjarga laxastofninum á svæðinu.

Ríkislögreglustjóri ætlar að koma lögreglumönnum í samstæðan fatnað

Fatnaður lögreglumanna hefur verið eitt af aðal deilumálum embættisins við lögreglufélög og lögregluembætti frá því snemma á þessu ári en um langa hríð hafa embættin sjálf séð um innkaup fyrir lögreglumenn í sínu embætti og því engin stefna á landsvísu hvernig klæðnaður lögreglumanna skuli keyptur.

Garnaveiki í sauðfé á Tröllaskaga

Tilfellið uppgötvaðist við smölun um síðustu helgi og eftir að héraðsdýralæknir hafði skoðað kindina, sem var grunuð um að vera smituð, var henni lógað, sýni tekið úr henni og sent til greiningar á Keldum. Sýnið reyndist jákvætt með tilliti til garnaveiki.

Sjá meira