Fréttamaður

Jón Ísak Ragnarsson

Jón Ísak er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Segir úlfalda gerðan úr mý­flugu

Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins, segir að hagsmunir sínir af strandveiðibáti í hans eigu séu óverulegir. Hann efast stórlega um að hann sé vanhæfur til að setja lög um sjávarútveg, en hann verður tilnefndur sem formaður atvinnuveganefndar þegar þing kemur saman, þar sem til stendur að semja löggjöf um eflingu strandveiða. Þá segir hann ekkert rangt við hagsmunaskráningu sína sem hafi verið fyllt út árið 2023.

Góð sam­skipti við Banda­ríkin gríðar­lega mikil­væg

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að sagan sýni að tollastríð séu aldrei af hinu góða og gagnist engum, sérstaklega ekki útflutningsdrifinni þjóð eins og Íslendingum. Hún segir að gott samband okkar við Bandaríkin hafi verið okkur gríðarlega dýrmætt og mikilvægt sé að samskipti þar á milli séu góð. Ekkert bendi enn til þess að Ísland lendi í tollaálögum Trumps.

Tollastríð, kennaraverkfall og ham­borgarar

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hafið tollastríð við helstu viðskiptalönd sín, sem hann segir hafa féflett Bandaríkin. Ákvörðun hans verður svarað í sömu mynt. Farið verður yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt um möguleg áhrif tollastríðs á Ísland við utanríkisráðherra í beinni útsendingu.

Grunur um matarborna sýkingu á þorra­blóti

Nokkur fjöldi fólks sem sótti þorrablót ungmennafélagsins Hvatar í Grímsnes- og Grafningshreppi á föstudag er orðinn veikur og hefur grunur vaknað um matarborna sýkingu. Birgir Leó Olgeirsson formaður þorrablótsnefndarinnar segir að upplýsingar um fjölda veikra liggi ekki fyrir.

Segir ljóst að Sigur­jón skorti hæfi

Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir ljóst að siðareglur fyrir alþingismenn hindri aðkomu Sigurjóns Þórðarsonar að vinnu við lagabreytingar á strandveiðikerfinu, vegna eignarhlutar hans í strandveiðibáti.

Ógnaði fólki með bar­efli í bænum

Tilkynnt var um mann sem átti að hafa ógnað fólki með barefli í bænum í dag. Lögregla hafði upp á manninum, sem hún kannaðist við frá fyrri afskiptum. Var hann hinn rólegasti og honum var komið heim til sín.

Allir far­þegarnir látnir

Allir sex sem voru um borð í sjúkraflugvél sem hrapaði í Fíladelfíuborg í Bandaríkjunum létust. Einn sem var á jörðu niðri er látinn og minnst nítján aðrir eru slasaðir. Vélin var nýtekin á loft þegar slysið varð, sem er nú til rannsóknar.

Kennarar með við­bótar­kröfur og fundi frestað

Samningafundi samtaka kennara með fulltrúum ríkis og sveitarfélaga lauk á áttunda tímanum í kvöld án þess að niðurstaða fengist í kjaradeilu þeirra. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari sagði í samtali við fréttastofu að hann hafi boðað deiluaðila til nýs fundar klukkan tíu í fyrramálið.

Klaka­stykki stórskemmdi bíl

Stærðarinnar klakastykki rann af fjölbýlihúsi og olli stórskemmdum á bíl í Grafarvogi í gærkvöldi. Bíllinn er töluvert skemmdur ef ekki ónýtur, að sögn aðstandana eigandans.

Sjá meira