Sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi á Akureyri Landsréttur staðfesti í dag sýknudóm Héraðsdóms Norðurlands eystra á hendur manni sem var ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Manninum var gefið að sök að aka bíl á gangandi vegfaranda. Sá sem varð fyrir bílnum var maður á áttræðisaldri, sem lést sólarhring eftir áreksturinn. 19.9.2024 21:37
Ákærður fyrir að stinga lækni í kvöldgöngu Þrítugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir að stinga lækni á sextugsaldri í júní á þessu ári. Árásin átti sér stað þegar tvenn hjón voru í kvöldgöngu við Lund í Kópavogi, þar á meðal var læknirinn. 19.9.2024 20:13
Kona á níræðisaldri sá björninn í þriggja metra fjarlægð Ásthildur Gunnarsdóttir, kona á níræðisaldri, var nýkomin inn í sumarbústað á Höfðaströnd í Jökulfjörðum þegar hún sá hvítabjörn örskammt frá. 19.9.2024 17:25
Útilokar ekki að snúa sér að öðrum verkefnum Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segist vera velta eigin framtíð í stjórnmálum fyrir sér. Hann segist ekki vera búinn að ákveða hvað hann ætli að gera á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fer fram í vor. 19.9.2024 15:51
Benedikt Sveinsson er látinn Benedikt Sveinsson, athafnamaður, lögmaður og faðir forsætisráðherra er látinn 86 ára að aldri. 19.9.2024 05:59
Endalaus þrautaganga Haraldar eftir svörum Haraldur Ingi Þorleifsson, frumkvöðull og baráttumaður, lýsir þrautagöngu sinni við það að fá svör um notendastýrða persónulega aðstoð, eða NPA. Biðlistar eftir þjónustunni eru langir, þrátt fyrir að hún sé lögbundinn. Hann gagnrýnir stjórnvöld harðlega. 18.9.2024 23:18
Vitorðsmaður viðurkennir að hafa gert það sama og Pelicot Vitorðsmaður Dominique Pelicot, sem er ákærður fyrir að byrla eiginkonu sinni Gisele ólyfjan og fá tugi manna til að nauðga henni ítrekað á tíu ára tímabili, sagði fyrir dómi í Frakklandi í dag að hann hefði einnig byrlað konu sinni og fengið menn til að nauðga henni. 18.9.2024 21:11
„Engar líkur á öðru en að þau endi á að fá alþjóðlega vernd“ Jón Sigurðsson, lögmaður og formaður félags talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd, telur allar líkur á því að Yazan Tamimi og fjölskylda hans fái að vera áfram hér á landi. 18.9.2024 19:32
Talinn hafa nauðgað konu og tekið það upp Karlmaður búsettur í Reykjavík hefur verið ákærður fyrir nauðga konu í bíl á óþekktum stað í Kópavogi þann 18. júlí 2018. 17.9.2024 21:46
Banaslys á byggingarsvæði í Árborg Banaslys varð á byggingarsvæði í Árborg fyrr í dag. Karlmaður um fimmtugt lést þegar hann féll niður af nýbyggingu. 17.9.2024 18:51