Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. janúar 2025 21:00 Gunnar segir það hafið yfir allan vafa að fuglaflensa hafi dregið gæsirnar til bana. Gunnar Þór Hallgrímsson Gunnar Þór Hallgrímsson, prófessor í dýrafræði, fann nítján dauðar grágæsir í Vatnsmýrinni í dag. Hann telur það hafið yfir allan vafa að fuglaflensa hafi verið banamein þeirra. Möguleikinn á að smit berist í mannfólk er alltaf til staðar á meðan ástandið varir. „Ég hafði heyrt af dauðum gæsum í Vatnsmýrinni og hugmyndin var að fara og kíkja og sjá hvernig staðan væri. Í stuttu máli var staðan margfalt verri en maður hafði þorað að vona,“ segir Gunnar. Á dögunum greindi Matvælastofnun frá því að H5N5 fuglainflúensa hefði greinst í heimilisketti á Seltjarnarnesi. Talið er að hann ásamt öðrum ketti sem greindist einnig með veiruna hafi smitast af fuglshræjum. „Það var búið að greina H5N5 í grágæsum og álftum á þessu svæði. Við vissum að flensan væri á þessu svæði. Við vitum ekki hver útbreiðslan er akkúrat núna en hins vegar er þetta að koma hart niður á gæsum í Vatnsmýrinni,“ segir Gunnar. Undarleg hegðun bendi til frekari smita Auk þeirra nítján sem Gunnar fann dauðar benti undarleg hegðun margra gæsa sem enn lifðu að þær væru smitaðar. „Þær voru mjög veikar og voru með taugakippi í hálsi og erfiðleika í öndun. Svo voru fleiri gæsir þarna sem manni fannst hegða sér undarlega þannig mig grunar að það séu ansi margar sem eru veikar,“ segir hann. Gunnar segist vona til þess að þegar hláni fari fólk að verða frekar var við gæsahræ og þá hægt að kortleggja betur útbreiðslu flensunnar. „Þannig hægt sé að fá betri tilfinningu fyrir því hversu víða þetta er núna og þá fylgja því eftir með viðeigandi sýnatökum og öðrum aðgerðum sem þarf að gera eins og að fjarlægja fugla og svoleiðis,“ segir hann. Í þrjá fugla hafði greinilega verið kroppað.Gunnar Þór Hallgrímsson Gunnar segir að sér hafi borist óstaðfestar fregnir af veikri álft í Bakkatjörn á Seltjarnarnesi og því sé greinilega um að ræða faraldur í borginni. Hann brýnir til fólks að tilkynna það til Matvælastofnunar verði það vart við hræ sem ber þess ekki merki að hafa dáið af slysförum. Einnig að fólk fari varlega nálægt hræjum sem grunur leikur á að beri flensuna. Alltaf möguleiki á að mannfólk smitist Eins og fram hefur komið hefur fuglaflensan þegar borist í spendýr og hefur hún greinst í tveimur heimilisköttum. Hann segir möguleikann á því að flensan smitist í mannfólk alltaf vera til staðar. „Sú staða komin upp að þetta afbrigði er farið að finnast í spendýrum, í köttum. Síðan er þetta sem er alltumlykjandi, þessi möguleiki á því að flensuveiran breyti sér á þann veg að hún fari að smitast manna á milli,“ segir Gunnar. Möguleikinn á að smit berist í mannfólk er alltaf til staðar, að sögn Gunnars.Gunnar Þór Hallgrímsson „Við erum ekkert endilega að horfa á það í tengslum við þennan faraldur en það eru viðvarandi skæðar fuglaflensur bæði vestan og austan hafs. Á meðan þetta ástand varir eru líkurnar á því að við fáum faraldur sem tengist fólki til staðar.“ Fuglar Dýr Dýraheilbrigði Reykjavík Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Sjá meira
„Ég hafði heyrt af dauðum gæsum í Vatnsmýrinni og hugmyndin var að fara og kíkja og sjá hvernig staðan væri. Í stuttu máli var staðan margfalt verri en maður hafði þorað að vona,“ segir Gunnar. Á dögunum greindi Matvælastofnun frá því að H5N5 fuglainflúensa hefði greinst í heimilisketti á Seltjarnarnesi. Talið er að hann ásamt öðrum ketti sem greindist einnig með veiruna hafi smitast af fuglshræjum. „Það var búið að greina H5N5 í grágæsum og álftum á þessu svæði. Við vissum að flensan væri á þessu svæði. Við vitum ekki hver útbreiðslan er akkúrat núna en hins vegar er þetta að koma hart niður á gæsum í Vatnsmýrinni,“ segir Gunnar. Undarleg hegðun bendi til frekari smita Auk þeirra nítján sem Gunnar fann dauðar benti undarleg hegðun margra gæsa sem enn lifðu að þær væru smitaðar. „Þær voru mjög veikar og voru með taugakippi í hálsi og erfiðleika í öndun. Svo voru fleiri gæsir þarna sem manni fannst hegða sér undarlega þannig mig grunar að það séu ansi margar sem eru veikar,“ segir hann. Gunnar segist vona til þess að þegar hláni fari fólk að verða frekar var við gæsahræ og þá hægt að kortleggja betur útbreiðslu flensunnar. „Þannig hægt sé að fá betri tilfinningu fyrir því hversu víða þetta er núna og þá fylgja því eftir með viðeigandi sýnatökum og öðrum aðgerðum sem þarf að gera eins og að fjarlægja fugla og svoleiðis,“ segir hann. Í þrjá fugla hafði greinilega verið kroppað.Gunnar Þór Hallgrímsson Gunnar segir að sér hafi borist óstaðfestar fregnir af veikri álft í Bakkatjörn á Seltjarnarnesi og því sé greinilega um að ræða faraldur í borginni. Hann brýnir til fólks að tilkynna það til Matvælastofnunar verði það vart við hræ sem ber þess ekki merki að hafa dáið af slysförum. Einnig að fólk fari varlega nálægt hræjum sem grunur leikur á að beri flensuna. Alltaf möguleiki á að mannfólk smitist Eins og fram hefur komið hefur fuglaflensan þegar borist í spendýr og hefur hún greinst í tveimur heimilisköttum. Hann segir möguleikann á því að flensan smitist í mannfólk alltaf vera til staðar. „Sú staða komin upp að þetta afbrigði er farið að finnast í spendýrum, í köttum. Síðan er þetta sem er alltumlykjandi, þessi möguleiki á því að flensuveiran breyti sér á þann veg að hún fari að smitast manna á milli,“ segir Gunnar. Möguleikinn á að smit berist í mannfólk er alltaf til staðar, að sögn Gunnars.Gunnar Þór Hallgrímsson „Við erum ekkert endilega að horfa á það í tengslum við þennan faraldur en það eru viðvarandi skæðar fuglaflensur bæði vestan og austan hafs. Á meðan þetta ástand varir eru líkurnar á því að við fáum faraldur sem tengist fólki til staðar.“
Fuglar Dýr Dýraheilbrigði Reykjavík Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Sjá meira