Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Mæla gegn því að ung­börn séu hnykkt

Ekki ætti að hnykkja eða losa liði barna yngri en tveggja ára samkvæmt ráðleggingum sem Félag sjúkraþjálfara hefur gefið út. Þá er mælt gegn allri notkun hnykk- og liðlosunarmeðferða við einkennum sem tengjast ekki stoðkerfi hjá börnum og ungmennum sem eru yngri en átján ára.

Al­myrkvi á tungli snemma á föstu­dags­morgun

Íslendingar geta séð hluta af almyrkva á tungli ef veður leyfir snemma að morgni föstudags. Almyrkvinn verður í hámarki klukkan 6:29 um morguninn en sést ekki í heild sinni frá Íslandi þar sem tunglið sest áður en honum lýkur.

Lang­hæsti húsafriðunar­styrkurinn til Landa­kots­kirkju

Níu milljóna króna styrkur sem Landakotskirkja fær er sá langhæsti sem veittur var úr húsafriðunarsjóði Minjastofnunar í ár, meira en helmingi hærri en næsthæsti styrkurinn. Norræna húsið og verkamannabústaðirnir við Hringbraut eru á meðal verkefna sem hlutu styrki úr sjóðnum.

Sveitar­fé­lögin við Hval­fjörð á önd­verðum meiði um basa­til­raun

Afstaða sveitarfélaganna tveggja við Hvalfjörð til fyrirhugaðrar tilraunar með basalausn í sumar er gerólík. Hvalfjarðarsveit leggst ekki gegn því að leyfi verði veitt fyrir tilrauninni en Kjósarhreppur er alfarið á móti. Bæði Hafró og Umhverfisstofnun hafa mælt með því að leyfið verði veitt.

Segir Bandaríkja­for­seta sýna Græn­lendingum lítils­virðingu

Formaður grænlensku landsstjórnarinnar segir að Bandaríkjaforseti komi ekki fram við Grænlendinga af virðingu með hótunum sínum um að yfirtaka eyjuna. Hann vill sjá breiða samsteypustjórn eftir kosningar til grænlenska þingsins sem fara fram á morgun.

Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommu­villu

Ökumenn sem versluðu hjá Olís í Álfheimum spöruðu sér allt að tuttugu þúsund krónur vegna bilunar í morgun. Kommuvilla á dælum leiddi til þess að bensínlítrinn var seldur á 32,2 krónur í staðinn fyrir 322 krónur. Búið er að laga villuna.

Sjá meira