Fréttamaður

Kristín Ólafsdóttir

Kristín er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sjokkeraðir nem­endur MA boða til mót­mæla á Ráð­hús­torgi

Nemendafélag Menntaskólans á Akureyri hefur boðað til mótmæla á Ráðhústorgi bæjarins í dag vegna mögulegrar sameiningar skólans og Verkmenntaskólans á Akureyri. Forseti nemendafélags MA segir nemendur í sjokki eftir fund með ráðherra í gær og óttast að rótgrónar hefðir innans skólans glatist með sameiningu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Íslensk fjölskylda ungrar konu, sem skotin var til bana í Bandaríkjunum í vikunni, er frávita af sorg. Amma konunnar segir áfallið ólýsanlegt. Skömm sé að því hvernig kerfið vestanhafs taki á móti syrgjendum. Við ræðum við Ingunni Ásu Mency Ingvadóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

„Hugsanlegt að það sé að draga aðeins úr flæði“

Rennsli í hraunánni frá gíg eldgossins við Litla-Hrút virðist hafa minnkað síðasta hálfa sólarhringinn, að sögn eldfjallafræðings. Virknin hefur þó haldist nokkuð stöðug yfir helgina. Hraun heldur áfram að renna í suður, niður í Meradali, yfir hraun frá 2021 og er nú einnig komið upp á hraun frá því í gosinu í fyrra. Gígbarmar aðalgígsins eru orðnir 22 metra háir. 

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Strandveiðimenn sóttu hart að matvælaráðherra á fjölmennum mótmælum í miðborginni í dag. Þeir líkja stöðvun strandveiða á miðri vertíð við fjöldauppsögn og segja kerfið ómannúðlegt. Við ræðum við mótmælendur í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gosstöðvarnar við Litla-Hrút verða áfram lokaðar almenningi í dag vegna hættulegra aðstæðna á svæðinu. Ákvörðunin verður endurskoðuð í fyrramálið. Gasmengun frá gosinu liggur yfir Suðurstrandarveg og gönguleiðir í dag - og verður jafnvel vart í Grindavík í kvöld og á morgun. Við tökum stöðuna á eldgosinu í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu réði lögum og lofum á leiðtogafundi G7 sem lauk í dag, eftir ströng fundahöld og afgerandi stuðningsyfirlýsingar vesturveldanna við Úkraínu. Selenskí þurfti ítrekað að hafna fullyrðingum Rússa um yfirráð yfir úkraínsku borginni Bakhmút á lokadegi fundarins.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Forseti Úkraínu þvertekur fyrir að Rússar hafi náð borginni Bakhmút á sitt vald, þrátt fyrir afgerandi yfirlýsingar þeirra þar um í gær. Vafi var þó í fyrstu um afstöðu forsetans eftir svar hans við spurningu fréttamanns á G7-leiðtogafundinum í morgun. Bandaríkjaforseti kynnti þar stóraukinn stuðning við Úkraínu í formi hergagna. Við förum yfir morguninn á G7 í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Félagsmenn BSRB í Garðabæ bættust í dag í stóran hóp félagsmanna sem fara munu í víðtæk verkföll eftir um tvær vikur. Aðgerðirnar ná til 29 sveitarfélaga og meðal annars bitna á sundlaugum, sem víða gætu staðið lokaðar fram eftir sumri. Varaformaður BSRB segir verkföll verstu niðurstöðu sem hann geti hugsað sér. 

Sjá meira