Eins umhverfisvænn bílabruni og hægt er Jens Heiðar Ragnarsson, slökkviliðsstjóri Akraness og Hvalfjarðarsveitar, segir bílabrunann sem varð á gámasvæði Terra rétt fyrir utan Akranes í dag vera eins umhverfisvænan og hægt er. Stillt veður hefur komið í veg fyrir að reykur leggist yfir bæinn. 27.10.2022 18:43
Telur ólíklegt að höfuðpaurarnir sleppi mikið betur í Landsrétti Afbrotafræðingur telur ólíklegt að þungir dómar höfuðpaura í sögulegu fíkniefnamáli verði mildaðir að ráði. Þá telur hún ekki ástæðu til að rýmka refsirammann, þó að umfang og tíðni fíkniefnabrota færist í aukana. Næstum tvöfalt fleiri fíkniefnabrot hafa verið skráð á Keflavíkurflugvelli það sem af er ári en allt árið í fyrra. 21.10.2022 21:01
Finnur til með börnum safnaðarins sem búi við „þetta ofbeldi“ Fyrrverandi Vottur Jehóva segist finna til með börnum safnaðarins vegna kennslumyndbands Votta, „Einn maður, ein kona.“ Myndbandið hefur sætt harðri gagnrýni en það virðist ýja að því að hinsegin fólk geti ekki komist í „Paradís.“ 19.10.2022 21:25
Lygasögurnar það allra versta Móðir tólf ára stúlku sem reyndi að svipta sig lífi vegna hrottalegs eineltis segir það skelfilegra en orð fá lýst að horfa upp á samnemendur kvelja dóttur hennar svo mánuðum skiptir. Þær mæðgur telja á fjórða tug krakka í gerendahópnum. Stúlkan segir lygasögurnar það versta við eineltið. 19.10.2022 19:18
Vísbendingar um að einelti hafi aukist eftir Covid Móðir tólf ára stúlku, sem reyndi að svipta sig lífi vegna hrottalegs eineltis, lýsir nær algjöru vonleysi í máli dóttur sinnar. Myndbönd af árásum jafnaldra á stúlkunna hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Verkefnastjóri hjá Barnaheillum segir málið ólýsanlega sorglegt og að vísbendingar séu um að einelti hafi jafnvel aukist hér á landi eftir Covid. 19.10.2022 14:31
Hvert er eiginlega „pointið“? Krakkar í fimmta bekk í Grandaskóla segjast alltaf stressuð fyrir leshraðapróf og skilja ekki alveg tilganginn með því að lesa hratt - upphátt. Fréttamaður ræddi við krakkana og þreytti sjálfur hið umdeilda próf. 19.10.2022 11:31
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Formaður Starfsgreinasambandsins segir það skelfilegt að seðlabankastjóri skuli beina þeim skilaboðum til aðila vinnumarkaðarins að leggja sitt af mörkum til að hemja verðbólguna. Eina tækifæri launafólks í vaxtaumhverfinu nú til að rétta sín kjör sé þegar kjarasamningar eru lausir. Við fjöllum um stýrivaxtahækkunina sem tilkynnt var í gær í hádegisfréttum Bygjunnar klukkan 12. 6.10.2022 11:49
Áhyggjufullir neytendur geta andað léttar Forstjóri Kólusar segir nýjar, látlausar umbúðir utan um súkkulaðistykkið Þrist, sem vöktu talsverðar áhyggjur netverja í gær, aðeins tímabundnar. Verið sé að bíða eftir sendingu af „gömlu góðu“ umbúðunum. 5.10.2022 15:11
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Knattspyrnuheimurinn er harmi sleginn eftir annað mannskæðasta slys íþróttasögunnar, sem varð í Indónesíu í gærkvöldi. Að minnsta kosti 125 eru látnir eftir að mannþröng myndaðist á fjölmennum knattspyrnuleikvangi. Einn hinna slösuðu staðhæfir að sumir hafi kafnað, aðrir troðist undir en að allt hafi þetta hafist á táragasnotkun lögreglu. Við sýnum sláandi myndir frá vettvangi og heyrum vitnisburð slasaðra. 2.10.2022 18:01
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Talið er að minnst 174 hafi látist í troðningi eftir óeirðir á knattspyrnuleik í Indónesíu í gærkvöldi. Forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins segir þetta svartan dag í sögu knattspyrnunnar. Um er að ræða einn mannskæðasta atburð íþróttasögunnar. Við fjöllum um þennan mikla harmleik í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12. 2.10.2022 11:52