„Gríðarlega krefjandi“ verkefni við hræðilegar aðstæður Kapphlaup við tímann er nú hafið á Gasa, þar sem byrjað er að bólusetja við lömunarveiki. Barnalæknir segir verkefnið gríðarerfitt og að bólusetningarnar einar og sér dugi ekki. Sex gíslar Hamas-samtakanna fundust látnir í hernaðaraðgerð Ísraelsmanna í dag og eru sagðir hafa verið drepnir skömmu áður en herinn náði til þeirra. 1.9.2024 16:19
Slysið hörmulega muni ekki hafa áhrif á vopnasendingar Flugsérfræðingur segist fullviss um að harmræn örlög flugmanns F-16 herþotu, sem Úkraínumenn fengu nýverið afhenta, muni ekki hafa áhrif á frekari vopnasendingar vesturvelda til Úkraínu. Enn er á huldu hvað nákvæmlega olli slysinu, sem fengið hefur mjög á úkraínsku þjóðina. 31.8.2024 22:01
Bjarni íhugar stöðu sína og ævintýraheimur í Hafnarfirði Formaður Sjálfstæðisflokksins er ekki búinn að ákveða hvort hann sækist eftir áframhaldandi setu á formannsstól en varaformaðurinn kveðst tilbúinn að taka við keflinu ef svo ber undir. Ungliðahreyfingin sendi forystu flokksins væna pillu vegna sögulega lítils fylgis í könnunum. 31.8.2024 18:15
Sjálfstæðismenn funda í skugga fylgishruns og umdeildar viðgerðir á Friðarsúlunni Fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins telur skynsamlegast að ríkisstjórnarflokkarnir viðurkenni að ekki verði lengra komist í núverandi stjórnarsamstarfi, og gengið verði til kosninga. Uppstokkun í forystu Sjálfstæðisflokksins ein og sér myndi líklega ekki nægja til að auka við fylgi hans, að mati stjórnmálafræðiprófessors. 31.8.2024 11:55
Handtóku tvo unga menn eftir að upptökur voru skoðaðar Tveir hafa verið handteknir grunaðir um að hafa ráðist á ungan mann í miðborginni á fimmta tímanum í nótt. Árásin náðist á upptöku öryggismyndavélar, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 31.8.2024 11:04
Blekking við neytendur eða leið til að halda „þægilegri verðpunkti“? Neytendur eru sífellt meðvitaðri um svokallaða shrinkflation, magnskerðingu, sem matvælaframleiðendur hafa gripið til svo hægt sé að forðast beinar verðhækkanir. Framkvæmdastjóri Bónuss segir erfitt að bregðast við magnskerðingu; helsta vopnið sé að halda vöruúrvali fjölbreyttu. 31.8.2024 11:02
Kvíðir vetrinum vegna alvarlegs lyfjaskorts Læknir hefur þungar áhyggjur af skorti á astmalyfjum fyrir ung börn, sem reiknað er með að verði viðvarandi næstu átta mánuði hið minnsta. Skorturinn gæti haft alvarlegar afleiðingar í vetur. 30.8.2024 20:02
Grindavík ekki í hættu ef fer sem horfir Ekkert hraunrennsli er í átt að Grindavík og bærinn er ekki í hættu ef gosið heldur áfram með þessum hætti, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings, sem flaug yfir gosstöðvarnar í kvöld. Hann áætlar að hraun þeki yfir fimm ferkílómetra. 22.8.2024 23:50
Óvenjuleg björgunaraðgerð um borð í Herjólfi Líf og fjör var um borð í Herjólfi í fyrradag, þegar fjölskyldur úr Vestmannaeyjum drógu lundapysjur upp úr kössum og slepptu þeim á haf út. 21.8.2024 19:47
Sköpunarverk föður hans lifnar við í Vesturbænum Nýr hornsteinn var lagður að hinni fornfrægu Sögu við Hagatorg í dag. Arkitekt, sem kom að teikningu hússins ásamt föður sínum á sínum tíma, segir framkvæmdirnar sem nú standa yfir, og lýkur senn, lofa góðu. 21.8.2024 19:13