Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Klukkan 11 í dag mun Lögreglan á Suðurnesjum prófa rýmingarflautur í Grindavík og Svartsengi. Í tilkynningu kemur fram að þetta sé gert til að prófa virkni fjarræsibúnaðar og handræsibúnaðar sem settur hefur verið við flauturnar og til að tryggja virkni búnaðar. 2.1.2025 08:56
Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Aðalgeir Ásvaldsson framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingarmarkaði, SVEIT, segir stærstu ógnina við starfsöryggi starfsmanna veitingastaða á Íslandi verkalýðshreyfinguna og kjarasamningana sem gerðir voru fyrir hönd stéttarinnar. 30.12.2024 11:30
Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Gottlieb Konráðsson segir snjómokstur hafa gengið vel á Hellisheiði í vetur. Það hafi verið lítill snjór. Meiri skafrenningur og hálka. Hann segir umferðarmenninguna rosalega á Hellisheiðinni og ökumenn oft skapa hættulegar aðstæður með því að flýta sér of mikið. 30.12.2024 10:11
Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Eldur í gömlu fiskvinnsluhúsi í Vogum á Vatnsleysuströnd kviknaði út frá flugeldum. Rúnar Eyberg Árnason varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja segir eldinn hafa virst meiri en hann var þegar slökkvilið kom á vettvang um miðnætti í nótt. Slökkvistarf tók um klukkutíma. 30.12.2024 09:08
Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt Eiður Fannar Erlendsson yfirmaður vetrarþjónustu í Reykjavíkurborg segir snjómokstur hafa gengið vel í morgun. Færðin sé tiltölulega góð í borginni. 30.12.2024 08:00
Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Úlfur Einarsson forstöðumaður Stuðla segir þegar hafa verið brugðist við mörgum ábendingum í skýrslu umboðsmanns Alþingis um neyðarvistun Stuðla. Hann segir ljóst að margar þeirra athugasemda sem koma fram í skýrslu umboðsmanns Alþingis um neyðarvistunin séu afleiðing þeirra aðstæðna sem starfseminni hefur verið búin og breytinga sem ráðist hefur verið í til að mæta viðameira hlutverki deildarinnar. Þetta segir Úlfur í skriflegu svari til fréttastofu. 30.12.2024 07:37
Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Starfandi forseti Suður-Kóreu, Choi Sang-mok, hefur fyrirskipað að allur flugfloti landsins verði skoðaður með tilliti til öryggis. 179 létust í flugslysi í Suður-Kóreu í gær þegar lendingarbúnaður vélarinnar bilaði. Alls voru 181 um borð í vélinni. Tveimur flugþjónum var bjargað úr brakinu en þau fundust nærri stéli vélarinnar. Flugslysið er mannskæðasta innanlandsflugslys í sögu landsins. 30.12.2024 06:56
Eldur og skemmdir vegna flugelda Lögreglu var í nótt tilkynnt um eld á svölum í Grafarvogi sem talið er að hafi kviknað út frá flugeldum sem var skotið á svalirnar. Í dagbók lögreglunnar kemur fram að eldurinn hafi verið töluverður. 30.12.2024 06:26
Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Fjöldi fólks segir sögu sína á Vísi á ári hverju af ólíku tilefni. Þar er sagt frá afrekum, áföllum, gleði, missi, tímamótum og sorg. Sum eru löng, önnur eru stutt. Við tókum saman nokkur af þeim viðtölum sem vöktu hvað mesta athygli á Vísi árinu. 29.12.2024 07:01
Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Flugeldasala Landsbjargar hefst á morgun á 100 sölustöðum um land allt. Verð á flugeldum Landsbjargar hefur lítið hækkað á milli ára. Upplýsingafulltrúi segir kökurnar alltaf vinsælar. 27.12.2024 11:38