Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Mennta og barnamálaráðuneytið kynnir niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar klukkan 14 til 16:30 í dag Hátíðarsal aðalbyggingar Háskóla Íslands. Hægt verður að horfa í streymi hér að neðan. 12.11.2024 13:33
Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Kristján Ingi Mikaelsson, stjórnarformaður Rafmyntaráðs og meðstjórnandi Visku digital assets, segir rafmyntir eins og Bitcoin komnar til að vera. Það sé jafnvel jólagjöf ársins í ár. Bitcoin hefur hækkað töluvert síðasta daga og hefur gjaldmiðillinn aldrei verið verðmætari. 12.11.2024 10:05
Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Hlutfall fólks sem á það til að lesa skilaboð við akstur lækkar úr 40,1 prósent í 35,8 prósent á milli ára. Hlutfall þeirra sem á það til að skrifa skilaboð við akstur lækkar úr 31,8 prósent í 27,7 prósent. 12.11.2024 09:02
Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Enn eru þrjú börn inniliggjandi á Barnaspítalanum vegna E. coli sýkingar á leikskólanum Mánagarði. Tvö eru á legudeild og eitt á gjörgæslu. Barnið er ekki í lífshættu að sögn Valtýs Stefánssonar Thors yfirlæknis á barnaspítala Hringsins. Sjóvá hafa borist tilkynningar og fyrirspurnir vegna veikindanna en Félagsstofnun stúdenta er bótaskyld vegna þeirra. 11.11.2024 15:57
Ók á sjö kindur og drap þær Sjö kindur drápust um helgina á Suðurlandi þegar var ekið á þær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi. Þar segir að frá því á föstudag hafi verið skráð um 150 mál hjá embættinu. 11.11.2024 15:07
„Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Snorri Másson oddviti Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi Suður segir að hann „sundli við fúkyrðaflaumi“ Svandísar Svavarsdóttur í hlaðvarpinu Ein pæling fyrir helgi. Hann segir ásakanir Svandísar í hans garð lygi frá rótum. 11.11.2024 13:14
Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Bilun er í götulýsingu víða í Kópavogi og hefur verið frá því fyrir helgi. Unnið er að lagfæringu en vatn komst í rafstreng sem liggur nærri bilun. Búið er að koma umferðarljósum í gang sem einnig biluðu í morgun. 11.11.2024 09:28
Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reykjavíkurborg hafa borist ábendingar um slæman aðbúnað barna og óviðunandi leikskólastarf á leikskólanum Lundi í Kleppsgörðum í Reykjavík. Starfsfólk borgarinnar fór í óboðað eftirlit í leikskólanum í dag og varði bróðurparti dagsins á leikskólanum. Foreldraráð sagðist í vor geta fullyrt að allir foreldrar væru ánægðir með börn sín á Lundi. 8.11.2024 15:26
Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur tekið ákvörðun um endurskoðun á starfsleyfi bálstofu Kirkjugarða Reykjavíkur að Vesturhlíð 6. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar segir að mengun af völdum starfseminnar hafi reynst meiri en búast mátti við þegar leyfi bálstofunnar var gefið út árið 2021. 8.11.2024 14:55
Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Samband íslenskra sveitarfélaga segir að frá árinu 2016, þegar samkomulag hafi verið gert um jöfnun launa á almennum og opinberum markaði, á milli ríkis, sveitarfélaga, BHM, BSRB og KÍ, hafi ýmis skref verið stigin til þess að ná samkomulagi. Það sé ekki rétt, eins og KÍ, hefur haldið fram að ekkert hafi verið gert til að tryggja slíkt samkomulag. Það kemur fram í yfirlýsingu á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga í dag. 8.11.2024 12:08