Látinn aðeins 27 ára eftir mótorhjólaslys Chance Perdomo, leikari þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Gen V og The Chilling Adventures of Sabrina, lést í mótorhjólaslysi aðeins 27 ára að aldri. 30.3.2024 23:17
Sennilega þeir einu sem vilja rigningu um páskana Eldgosið norðan Grindavíkur mallar enn eins og það hefur gert síðustu daga. Mikill þurrkur er á svæðinu svo kviknað hefur í gróðri á gosstöðvunum. Slökkviliðsmenn í Grindavík eru sennilega í minnihluta fólks sem vill að það rigni um páskana. 30.3.2024 22:52
Handtekinn af sérsveitarmönnum og látinn dúsa átta tíma saklaus í fangaklefa Kona sem sá lögregluna auglýsa eftir bíl hennar hringdi til að láta vita að honum hefði ekki verið stolið og að kærasti hennar væri á bílnum. Sérsveitarmenn og lögregluþjónar fóru í kjölfarið í vinnu kærastans, handtóku hann og létu hann dúsa í fangaklefa í átta tíma. Parið segist nú á leiðinni í skaðabótamál vegna handtökunnar. 30.3.2024 21:04
„Einkafyrirtæki myndi ekki taka ákvarðanir sem gengu í berhögg við vilja eigenda“ Sérfræðingur í Evrópurétti telur að eftirlitsstofnun EFTA muni taka til skoðunar fyrirhuguð kaup Landsbankans á Tryggingamiðstöðinni. Slík skoðun gæti tekið langan tíma, en kaupin mættu ekki fara fram meðan á henni stæði. 30.3.2024 20:24
Eggin tuttugu búin í byrjun dags, fólk að hamstra og starfsmenn eltir uppi Mæður á Facebook-hópnum Mæðratips furða sig á skipulagi páskaeggjaleitar í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Aðeins er hægt að finna tuttugu egg á dag svo þau klárast snemma. Að sögn sjónarvotta eru dæmi um fólk sem hefur hamstrað egg. 30.3.2024 08:41
Stuðmaður leggst undir feldinn Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður og þingmaður Flokks fólksins, íhugar alvarlega að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. 29.3.2024 22:18
Krossfesting Jesú sett á svið í Filippseyjum Krossfesting Jesú var sett á svið á Filippseyjum í dag þegar fámennur hópur kaþólskra tilbiðjenda freistaði þess að upplifa síðustu stundir Krists. 29.3.2024 22:12
Origo gagnrýnt fyrir enskunotkun: Gæðin eru „insane“ og áferðin „flawless“ Upplýsingatæknifyrirtækið Origo hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir enskunotkun í auglýsingu þar sem vísað er í áhrifavaldinn Jóhönnu Helgu sem segir myndavél Sony búa yfir „flawless“ áferð og „insane“ og „Netflix approved“ gæðum. 29.3.2024 21:27
Árekstur á Siglufjarðarvegi Tveir bílar rákust saman úr gagnstæðri átt á Siglufjarðarvegi á sjöunda tímanum í kvöld. Ekki voru alvarleg slys á fólki en bílarnir eru illa farnir. 29.3.2024 19:44
Vekur athygli vegna fátíðra baðferða Enski þáttastjórnandinn Jonathan Ross vakti athygli í vikunni þegar hann sagði að það liði oft meira en vika milli baðferða hjá honum og eiginkonu hans. Þegar hann fari í frí baði hann sig enn sjaldnar. 29.3.2024 18:57