Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Fyrrverandi þingmennirnir Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir eru meðal þeirra átjan sem sóttu um embætti framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar Íslands.Yfirmaður réttindagæslumanna fatlaðs fólks sótti einnig um. 11.2.2025 16:11
Bob og Robbie í bobba Um þessar mundir eru tvær myndir um heimsfræga tónlistarmenn í bíó. Önnur er fagmannlega gerð og vel leikin en skilur lítið eftir sig. Hin er fullkomið dæmi um hvernig má lífga upp á lúna kvikmyndagrein með skýrri listrænni sýn, skapandi sviðsetningu og kóreógrafíu. 10.2.2025 07:00
Segist vera nasisti sem elskar Hitler Kanye West hefur á síðustu klukkutímum sagst vera nasisti og elska Adolf Hitler. Hann segir gyðingahatur bull sem gyðingar bjuggu til og hann ætli aldrei aftur að biðjast afsökunar á ummælum sínum. 7.2.2025 16:10
Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Ítalski sjónvarpskokkurinn Gino D’Acampo hefur verið ásakaður um óviðeigandi og ógnandi hegðun af fjölda samstarfsfólks fimmtán ár aftur í tímann. D’Acampo hefur neitað öllum ásökunum. 7.2.2025 14:42
Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Kristján Þórður Snæbjarnarson, þingmaður Samfylkingarinnar, er hættur sem formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Hann hefur gegnt embættinu frá 2011. 7.2.2025 13:52
Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Ráðherra segir ríkissáttasemjara hafa óskað eftir aðkomu Hafþórs Einarssonar, skrifstofustjóra mennta- og barnamálaráðuneytis, að kjaradeilu kennara. Hann hafi hvorki rætt við kennara né komið bréfi til þeirra. 7.2.2025 13:37
Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Miðflokks héldu partý í gær til að stilla saman strengi fyrir átök komandi þingvetrar. Það var glatt á hjalla, áfengi á boðstólum og karíókístuð þó sumir þingmenn hefðu ekki látið sjá sig. 7.2.2025 11:31
„Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, segir engan á vegum ráðuneytisins hafa lagt fram launahækkun í kjaraviðræðum kennara og veltir hún fyrir sér hver sé að búa til slíkar sögusagnir. Ráðuneytið hafi þó reynt að liðka fyrir viðræðum með öðrum aðgerðum. 7.2.2025 09:00
„Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Tíu ára drengur sem reyndi að skýla litlu systur sinni þegar sjúkraflugvél hrapaði til jarðar í Fíladelfíu fékk brak í höfuðið og þurfti að fara í heilaskurðaðgerð. Hann er nú að jafna sig, feginn að systir sín hafa sloppið og bíður spenntur eftir Ofurskálinni. 6.2.2025 15:39
Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Vinir Kópavogs hafa þegið styrki upp á 2,3 milljónir króna síðustu þrjú ár án þess að uppfylla skilyrði laga um skráningu sem stjórnmálasamtök. Oddviti flokksins segir enga leiðsögn hafa fylgt greiðslum Kópavogsbæjar um skráningu flokksins en Vinir Kópavogs hafi þegar gert ráðstafanir til að skrá starfsemina. 6.2.2025 14:55