Eldur á Álfhólsvegi Eldur kviknaði í bíl á Álfhólsvegi í Kópavogi á sjötta tímanum. Bíllinn er upp við bílskúr og annar bíll við hlið hans. Slökkvilið er langt komið með að ráða niðurlögum hans. 26.1.2025 18:20
Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir mætti á þrjú þorrablót á síðustu átta dögum sem er eftirtektarverð mæting. Áslaug er sögð munu tilkynna framboð sitt til formanns Sjálfstæðisflokksins á morgun. 26.1.2025 00:06
Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Vesturbæjarlaug hefur verið lokað tímabundið þar sem öryggisbúnaður virkar ekki vegna netbilunar. Ekki liggur fyrir hvenær laugin verður opnuð á ný. 25.1.2025 22:56
Bellingham kominn með bandaríska kærustu Enski fótboltamaðurinn Jude Bellingham virðist vera kominn með nýja kærustu, bandarískan áhrifavald Ashlyn Castro að nafni, sem er sex árum eldri en kappinn. 25.1.2025 22:25
Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Paul Reubens, sem er þekktastur fyrir að leika Pee-wee Herman, hefur komið út úr skápnum í nýrri heimildamynd um líf leikarans sem lést fyrir tveimur árum síðan. 25.1.2025 21:43
Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Vinir og fjölskylda Ásgeirs H. Ingólfssonar, skálds og blaðamanns, komu saman á svokallaðri Lífskviðu í Kjarnaskógi í dag. 25.1.2025 20:36
Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Fjölskyldur fjögurra kvenna sem sleppt var úr haldi Hamas í dag fögnuðu ákaft og brustu í grát þegar konurnar komu loks heim. Ísraelsmenn saka Hamas um brot á vopnahléssamkomulagi en slepptu þó tvö hundruð Palestínumönnum úr fangelsi. 25.1.2025 19:38
Sjónvarpsbarn komið í heiminn Laura Woods, kynnir hjá TNT Sports og Adam Collard, raunveruleikastjarna, eignuðust sitt fyrsta barn á laugardag. 25.1.2025 18:08
Marilyn Manson verður ekki ákærður Marilyn Manson verður ekki ákærður en rannsókn á ásökunum á hendur honum um kynferðis- og heimilisofbeldi hefur staðið yfir frá 2021. 25.1.2025 00:00
Stærsta þorrablót landsins Kópavogsbúar héldu stærsta þorrablót landsins í Kórnum í kvöld og mættu um 2.500 manns. Fyrir blótið safnaðist fólk saman í liggur við öðru hverju húsi til að lífga upp á mánuðinn. 24.1.2025 23:16