Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Nýleg brú hrundi í vatnavöxtum á Vesturlandi. Að sögn Vegagerðar átti hún að standa mun lengur en íbúar á svæðinu höfðu gagnrýnt smíðina og segja málið algjört klúður. 15.1.2025 21:09
Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Kona sem æfir hjá World Class segir sér misboðið eftir að karlmaður gekk inn í kvennaklefa líkamsræktarinnar í Laugum í morgun til að gera við klósettrúlluhaldara án þess að allir í klefanum vissu af komu hans. Björn Leifsson, eigandi World Class og bróðir mannsins, segir konuna fara með rangt mál. 15.1.2025 18:44
Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur skipað Þórarin G. Pétursson í embætti varaseðlabankastjóra peningastefnu til fimm ára frá og með deginum í dag. 15.1.2025 16:43
Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Brottvísun hinnar venesúelönsku Emmu, þriggja ára stúlku sem þarf að fara í nauðsynlega aðgerð vegna mjaðmaliðhlaups, og fjölskyldu hennar hefur verið frestað þangað til hún er búin í aðgerðinni. 15.1.2025 16:10
Krefur Disney um tíu milljarða dala Teiknarinn Buck Woodall segir Disney hafa stolið hugmyndum úr verkum hans og notað í tveimur teiknimyndum. Woodall óskar eftir skaðabótum upp á tíu milljarða Bandaríkjadala eða 2,5 prósentum af tekjum Moana. 14.1.2025 15:18
Auknar líkur á skriðum á Vestfjörðum, Vestur- og Suðurlandi Auknar líkur eru á grjóthruni og skriðum á Suður- og Vesturlandi og sunnanverðum Vestfjörðum þegar frost fer úr jörðu og úrkoma safnast upp á næstu dögum. Ekki er hægt að útiloka krapaflóðahættu á svæðum þar sem snjór er í giljum og farvegum. 14.1.2025 13:58
Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Lazio hefur rekið arnatemjarann Juan Bernabe fyrir að birta myndir af typpi sínu á samfélagsmiðlum eftir reðurígræðslu. Bernabe hefur áður verið vikið úr starfi hjá klúbbnum fyrir að fagna með fasistakveðju og hylla Mussolini. 14.1.2025 11:47
Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Ár er liðið frá því hraun rann inn í Grindavík þann 14. janúar 2024 í öðru eldgosi hrinunnar við Sundhnúksgíga. Gosið hófst um áttaleytið um morguninn og náði hraun fyrsta húsinu í Efrahópi um fimm tímum síðar. 14.1.2025 10:30
Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Töluvert betur hefur gengið að finna tónlistarmenn til að troða upp á innsetningarathöfn Donalds Trump næstkomandi mánudag en fyrir átta árum. Kántrísöngkonan Carrie Underwood kemur fram á sjálfri athöfninni en Village People hitar upp fyrir hana. 14.1.2025 09:02
Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Diljá Mist Einarsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins segir það mikilvægt að nýr formaður, sama hver hann verður, hafi breiða skírskotun og skilji viðfangsefni og vandamál venjulegs fólks. 12.1.2025 16:11