Egill hvetur til lestrar og stillingar Egill Helgason hvetur fólk til stillingar þegar kemur að umræðu um mál séra Friðriks Friðrikssonar og ásakanir sem á hann hafa verið bornar. Hann segist steinhissa á hversu margir hafi tjáð sig án þess að hafa lesið nýútkomna bók um Friðrik. 29.10.2023 16:57
Óhæfir embættismenn valdi skattgreiðendum fjárhagstjóni Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Sverris Einars Eiríkssonar, annars eiganda skemmtistaðarins B, telur lögreglu hafa farið algjöru offari þegar kom að eftirliti á staðnum og sakar hana um valdníðslu. Þá telur hann að sýslumaður hafi brotið meginreglur stjórnsýslulaga með þeirri ákvörðun að svipta staðinn tímabundnu rekstrarleyfi. 29.10.2023 15:41
Áframhaldandi þensla við Þorbjörn Land heldur áfram að rísa umhverfis Þorbjörn og Svartsengi. Þetta staðfesta nýjustu gögn Veðustofunnar. Von er á nýjum gervihnattamyndum síðar í dag sem þó verður líklega ekki hægt að lesa úr fyrr en á morgun. 29.10.2023 14:56
Umferðarslys við álverið í Straumsvík Miklar tafir eru á umferð um Reykjanesbraut eftir umferðarslys þar sem tveir bílar lentu saman. Þrír voru fluttir á slysadeild en meiðsl þeirra eru að öllum líkindum ekki alvarleg. 29.10.2023 13:58
Segir þrálátan orðróm um séra Friðrik hafa verið uppi árum saman Óttar Guðmundsson geðlæknir spyr sig hvort umræðan um meint brot séra Friðriks gegn ungum drengjum komi nokkrum á óvart. Orðrómurinn hafi legið í loftinu árum saman. 29.10.2023 13:43
Bað kærustunnar uppi á sviði í Háskólabíó Áhorfendur á Halloween Horrow show sem fram fór í Háskólabíó í gær, fengu óvænt atriði undir lok sýningarinnar þegar Dagur Sigurðsson, söngvari, bað kærustu sinnar, Elvu Daggar Sigurðardóttur á sviðinu. 29.10.2023 10:17
Fimmtán börn og fjölskyldur fengu ferðastyrk Vildarbarna Fimmtán börnum og fjölskyldum þeirra var afhentur ferðastyrkur úr sjóði Vildarbarna Icelandair í dag. Markmið sjóðsins er að gefa langveikum börnum eða börnum sem búa við erfið skilyrði tækifæri til þess að fara í draumaferð til útlanda. 28.10.2023 14:41
Landris mælist norðvestan við Þorbjörn GPS gögn og myndir frá gervitunglum sýna skýr merki um landris nærri Svartengi sem virðist hafa hafist í gær. 28.10.2023 14:04
Eldur í iðnaðarhúsnæði á Höfða Slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hafa ráðið niðurlögum elds sem kom upp í þaki á iðnaðarhúsnæði á Réttarhálsi 2 á Höfða. Verið var að leggja pappa á hluta þaks hússins þegar eldurinn kviknaði. 28.10.2023 11:16
Ölvaður með skotvopn í bílnum Lögregla fann haglabyssu auk annars skotvopns og nokkurs magns skotfæra í bifreið manns í neðra Breiðholti í Reykjavík í gærkvöldi. Vopnin fundust þegar lögregla hafði afskipti af manninum vegna ölvunar. 28.10.2023 10:55