Fréttamaður

Margrét Björk Jónsdóttir

Margrét Björk er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Egill hvetur til lestrar og stillingar

Egill Helgason hvetur fólk til stillingar þegar kemur að umræðu um mál séra Friðriks Friðrikssonar og ásakanir sem á hann hafa verið bornar. Hann segist steinhissa á hversu margir hafi tjáð sig án þess að hafa lesið nýútkomna bók um Friðrik.

Ó­hæfir em­bættis­menn valdi skatt­greið­endum fjár­hags­tjóni

Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Sverris Einars Eiríkssonar, annars eiganda skemmtistaðarins B, telur lögreglu hafa farið algjöru offari þegar kom að eftirliti á staðnum og sakar hana um valdníðslu. Þá telur hann að sýslumaður hafi brotið meginreglur stjórnsýslulaga með þeirri ákvörðun að svipta staðinn tímabundnu rekstrarleyfi. 

Á­fram­haldandi þensla við Þor­björn

Land heldur áfram að rísa umhverfis Þorbjörn og Svartsengi. Þetta staðfesta nýjustu gögn Veðustofunnar. Von er á nýjum gervihnattamyndum síðar í dag sem þó verður líklega ekki hægt að lesa úr fyrr en á morgun. 

Umferðarslys við álverið í Straumsvík

Miklar tafir eru á umferð um Reykjanesbraut eftir umferðarslys þar sem tveir bílar lentu saman. Þrír voru fluttir á slysadeild en meiðsl þeirra eru að öllum líkindum ekki alvarleg.

Bað kærustunnar uppi á sviði í Há­skóla­bíó

Áhorfendur á Halloween Horrow show sem fram fór í Háskólabíó í gær, fengu óvænt atriði undir lok sýningarinnar þegar Dagur Sigurðsson, söngvari, bað kærustu sinnar, Elvu Daggar Sigurðardóttur á sviðinu. 

Fimm­tán börn og fjöl­skyldur fengu ferða­styrk Vildar­barna

Fimmtán börnum og fjölskyldum þeirra var afhentur ferðastyrkur úr sjóði Vildarbarna Icelandair í dag. Markmið sjóðsins er að gefa langveikum börnum eða börnum sem búa við erfið skilyrði tækifæri til þess að fara í draumaferð til útlanda.

Eldur í iðnaðar­hús­næði á Höfða

Slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hafa ráðið niðurlögum elds sem kom upp í þaki á iðnaðarhúsnæði á Réttarhálsi 2 á Höfða. Verið var að leggja pappa á hluta þaks hússins þegar eldurinn kviknaði.

Ölvaður með skot­vopn í bílnum

Lögregla fann haglabyssu auk annars skotvopns og nokkurs magns skotfæra í bifreið manns í neðra Breiðholti í Reykjavík í gærkvöldi. Vopnin fundust þegar lögregla hafði afskipti af manninum vegna ölvunar.

Sjá meira