Fréttamaður

Margrét Helga Erlingsdóttir

Margrét Helga er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ættum að vera á pari við hin Norður­löndin

Ísland hefur aldrei verið eins neðarlega á lista ríkja yfir vísitölu spillingarásýndar Transparency International og mælist með sjötíu og tvö stig af hundrað mögulegum. Ísland missir tvö stig á milli ára og sker sig verulega úr á meðal Norðurlandanna en Danmörk trónir á toppnum og fær hæstu einkunn.

Komast ekki heim í dag og mögu­lega ekki um helgina

Ljóst er að Grindvíkingar fá ekki að fara heim til að sækja eigur sínar í dag og Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri Almannavarna er heldur ekki bjartsýn á að þeir muni geta það heldur um helgina.

Orð­ræðan gefi til kynna alls­herjar­stríð, til­færslu og eyði­leggingu

Magnús Þorkell Bernharðsson, sagnfræðiprófessor við Williams háskóla í Bandaríkjunum og sérfræðingur í sögu Mið-Austurlanda segir líkur á að fleiri ríki muni brátt dragast inn í stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs. Hann segir að fyrir Ísraelsmönnum vaki að binda enda á samfélag Palestínumanna á Gasa og búa þar til nýtt samfélag, sé tekið mið af orðræðu ráðamanna.

Land rís enn og á­fram talið lík­legast að gjósi

Land rís áfram jafnt og þétt við Svartsengi og það er mat náttúruvársérfræðinga að líklegast sé að þessi atburður endi með gosi líkt og gerðist þann 18. desember. Tugir skjálfta mælast á svæðinu á hverjum sólarhring.

Fá leyfi til að vera á­fram: „Baráttuviljinn það síðasta sem má missa“

Aðgerðasinnar, sem hafa staðið fyrir mótmælum til að knýja á um að stjórnvöld hjálpi dvalarleyfishöfum á Gasa að komast út af svæðinu, fengu í dag leyfi frá Reykjavíkurborg til að vera áfram með tjaldbúðirnar á Austurvelli. Fólkið hefur almennt mætt velvild en þó með tveimur alvarlegum undantekningum.

Spáð í forsetaspilin

Fréttastofa fór á stúfana í dag og ræddi við fólk á förnum vegi um þau tíðindi að Guðni Th. Jóhannesson forseti hefði ákveðið að láta gott heita eftir tvö kjörtímabil í embætti. Fólk var spurt hvaða manneskju það vildi sjá í embætti forseta Íslands næst.

Land­læknir, ráð­herrar og rit­höfundar orðaðir við Bessa­staði

Forystufólk í heilbrigðiskerfinu, ráðherrar og rithöfundar eru orðaðir við forsetaframboð í sumar. Almannatengill býst við fjörugum kappræðum og mörgum frambjóðendum. Hann telur að sagan muni fara mjúkum höndum um núverandi forseta og ákvörðun hans um að láta gott heita.

Sjá meira