Flokkar sem sitji hjá séu ekki í stöðu til að setja skilyrði Rafn Ágúst Ragnarsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 22. október 2024 19:38 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir ríkisstjórnina hafa fengið óskýr skilaboð frá flokkum á þingi varðandi stuðning þeirra við fjárlagafrumvarpið. Stöð 2 Leiðtogar ríkisstjórnarinnar eru bjartsýnir á að þingið nái að afgreiða fjárlög fyrir miðjan næsta mánuð. Forsætisráðherra segir að þeir flokkar sem ætli sér að sitja hjá við afgreiðslu málsins séu ekki í neinni stöðu til að setja skilyrði. Ríkisstjórnin fundaði í gærkvöldi með formönnum allra flokka sem eiga sæti á Alþingi. Fjármálaráðherra sagði að aðstæður í stjórnmálunum kalli á gjörbreytta hugsun allra þingmanna. „Það var tilgangur fundarins í gær að fara yfir hvaða mál ég teldi að væru fjárlagatengd mál og skapa þá andrúmsloft fyrir því að hægt sé að afgreiða þau og skilning á að það er mikilvægt til þess að öll okkar kerfi gangi,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra. „Við erum með þá sýn að það sé eðlilegt og ábyrgt að klára fjárlagafrumvarpið á grundvelli þess frumvarps sem liggur fyrir á þinginu. Það þýðir að það þarf að taka málið til afgreiðslu í nefndum þingsins og fjárlagatengt mál þurfa að komast til þingsins,“ segir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Óskýr skilaboð Fjármálaráðherra segir að ríkisstjórnin hafi fengið óskýr skilaboð um hvort flokkarnir muni styðja við málið. „Mér sýnist að sumir flokkanna boði það að þeir vilji sitja hjá við afgreiðslu málsins og þannig ekki taka ábyrgð á því og auðvitað er það þannig að ef flokkar vilja ekki tengjast málinu þá eru einhver mörk á því hversu miklum skilyrðum við erum tilbúin til þess að sæta varðandi afgreiðslu málsins. Þeir sem ekki ætla taka ábyrgð á geta ekki á sama tíma haft allt um það að segja hvernig það lítur út, er það?“ segir Bjarni. Bjartsýnn á að hægt sé að ljúka því í tæka tíð Fjármálaráðherra er bjartsýnn á það að málið klárist á tilsettum tíma. „Við erum á fullu að reyna að klára undirbúning að annarri umræðu fjárlaga sem ég vonast til að gæti verið á ríkisstjórnarfundi í næstu viku. Þannig að við getum komið öllum þessum gögnum til þingsins í tæka tíð svo hægt sé að ljúka þessu með sómasamlegum hætti 15. nóvember,“ segir Sigurður Ingi. Fjárlagafrumvarp 2025 Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira
Ríkisstjórnin fundaði í gærkvöldi með formönnum allra flokka sem eiga sæti á Alþingi. Fjármálaráðherra sagði að aðstæður í stjórnmálunum kalli á gjörbreytta hugsun allra þingmanna. „Það var tilgangur fundarins í gær að fara yfir hvaða mál ég teldi að væru fjárlagatengd mál og skapa þá andrúmsloft fyrir því að hægt sé að afgreiða þau og skilning á að það er mikilvægt til þess að öll okkar kerfi gangi,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra. „Við erum með þá sýn að það sé eðlilegt og ábyrgt að klára fjárlagafrumvarpið á grundvelli þess frumvarps sem liggur fyrir á þinginu. Það þýðir að það þarf að taka málið til afgreiðslu í nefndum þingsins og fjárlagatengt mál þurfa að komast til þingsins,“ segir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Óskýr skilaboð Fjármálaráðherra segir að ríkisstjórnin hafi fengið óskýr skilaboð um hvort flokkarnir muni styðja við málið. „Mér sýnist að sumir flokkanna boði það að þeir vilji sitja hjá við afgreiðslu málsins og þannig ekki taka ábyrgð á því og auðvitað er það þannig að ef flokkar vilja ekki tengjast málinu þá eru einhver mörk á því hversu miklum skilyrðum við erum tilbúin til þess að sæta varðandi afgreiðslu málsins. Þeir sem ekki ætla taka ábyrgð á geta ekki á sama tíma haft allt um það að segja hvernig það lítur út, er það?“ segir Bjarni. Bjartsýnn á að hægt sé að ljúka því í tæka tíð Fjármálaráðherra er bjartsýnn á það að málið klárist á tilsettum tíma. „Við erum á fullu að reyna að klára undirbúning að annarri umræðu fjárlaga sem ég vonast til að gæti verið á ríkisstjórnarfundi í næstu viku. Þannig að við getum komið öllum þessum gögnum til þingsins í tæka tíð svo hægt sé að ljúka þessu með sómasamlegum hætti 15. nóvember,“ segir Sigurður Ingi.
Fjárlagafrumvarp 2025 Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira