Flokkar sem sitji hjá séu ekki í stöðu til að setja skilyrði Rafn Ágúst Ragnarsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 22. október 2024 19:38 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir ríkisstjórnina hafa fengið óskýr skilaboð frá flokkum á þingi varðandi stuðning þeirra við fjárlagafrumvarpið. Stöð 2 Leiðtogar ríkisstjórnarinnar eru bjartsýnir á að þingið nái að afgreiða fjárlög fyrir miðjan næsta mánuð. Forsætisráðherra segir að þeir flokkar sem ætli sér að sitja hjá við afgreiðslu málsins séu ekki í neinni stöðu til að setja skilyrði. Ríkisstjórnin fundaði í gærkvöldi með formönnum allra flokka sem eiga sæti á Alþingi. Fjármálaráðherra sagði að aðstæður í stjórnmálunum kalli á gjörbreytta hugsun allra þingmanna. „Það var tilgangur fundarins í gær að fara yfir hvaða mál ég teldi að væru fjárlagatengd mál og skapa þá andrúmsloft fyrir því að hægt sé að afgreiða þau og skilning á að það er mikilvægt til þess að öll okkar kerfi gangi,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra. „Við erum með þá sýn að það sé eðlilegt og ábyrgt að klára fjárlagafrumvarpið á grundvelli þess frumvarps sem liggur fyrir á þinginu. Það þýðir að það þarf að taka málið til afgreiðslu í nefndum þingsins og fjárlagatengt mál þurfa að komast til þingsins,“ segir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Óskýr skilaboð Fjármálaráðherra segir að ríkisstjórnin hafi fengið óskýr skilaboð um hvort flokkarnir muni styðja við málið. „Mér sýnist að sumir flokkanna boði það að þeir vilji sitja hjá við afgreiðslu málsins og þannig ekki taka ábyrgð á því og auðvitað er það þannig að ef flokkar vilja ekki tengjast málinu þá eru einhver mörk á því hversu miklum skilyrðum við erum tilbúin til þess að sæta varðandi afgreiðslu málsins. Þeir sem ekki ætla taka ábyrgð á geta ekki á sama tíma haft allt um það að segja hvernig það lítur út, er það?“ segir Bjarni. Bjartsýnn á að hægt sé að ljúka því í tæka tíð Fjármálaráðherra er bjartsýnn á það að málið klárist á tilsettum tíma. „Við erum á fullu að reyna að klára undirbúning að annarri umræðu fjárlaga sem ég vonast til að gæti verið á ríkisstjórnarfundi í næstu viku. Þannig að við getum komið öllum þessum gögnum til þingsins í tæka tíð svo hægt sé að ljúka þessu með sómasamlegum hætti 15. nóvember,“ segir Sigurður Ingi. Fjárlagafrumvarp 2025 Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Ríkisstjórnin fundaði í gærkvöldi með formönnum allra flokka sem eiga sæti á Alþingi. Fjármálaráðherra sagði að aðstæður í stjórnmálunum kalli á gjörbreytta hugsun allra þingmanna. „Það var tilgangur fundarins í gær að fara yfir hvaða mál ég teldi að væru fjárlagatengd mál og skapa þá andrúmsloft fyrir því að hægt sé að afgreiða þau og skilning á að það er mikilvægt til þess að öll okkar kerfi gangi,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra. „Við erum með þá sýn að það sé eðlilegt og ábyrgt að klára fjárlagafrumvarpið á grundvelli þess frumvarps sem liggur fyrir á þinginu. Það þýðir að það þarf að taka málið til afgreiðslu í nefndum þingsins og fjárlagatengt mál þurfa að komast til þingsins,“ segir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Óskýr skilaboð Fjármálaráðherra segir að ríkisstjórnin hafi fengið óskýr skilaboð um hvort flokkarnir muni styðja við málið. „Mér sýnist að sumir flokkanna boði það að þeir vilji sitja hjá við afgreiðslu málsins og þannig ekki taka ábyrgð á því og auðvitað er það þannig að ef flokkar vilja ekki tengjast málinu þá eru einhver mörk á því hversu miklum skilyrðum við erum tilbúin til þess að sæta varðandi afgreiðslu málsins. Þeir sem ekki ætla taka ábyrgð á geta ekki á sama tíma haft allt um það að segja hvernig það lítur út, er það?“ segir Bjarni. Bjartsýnn á að hægt sé að ljúka því í tæka tíð Fjármálaráðherra er bjartsýnn á það að málið klárist á tilsettum tíma. „Við erum á fullu að reyna að klára undirbúning að annarri umræðu fjárlaga sem ég vonast til að gæti verið á ríkisstjórnarfundi í næstu viku. Þannig að við getum komið öllum þessum gögnum til þingsins í tæka tíð svo hægt sé að ljúka þessu með sómasamlegum hætti 15. nóvember,“ segir Sigurður Ingi.
Fjárlagafrumvarp 2025 Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent