Fréttamaður

Margrét Helga Erlingsdóttir

Margrét Helga er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Halda sig innan­dyra eftir mann­skæða skot­á­rás

Fimmtán létust og á þriðja tug særðust í skotárás í Karlsháskóla í miðborg Prag í dag. Lögregluyfirvöld í Tékklandi telja að hættan sé liðin hjá en árásarmaðurinn er látinn. Hann var tuttugu og fjögurra ára. Líkið af honum fannst í skólanum. Lögregluyfirvöld segja þá að faðir árásarmannsins hafi í dag fundist látinn skammt frá Prag.

Óttast að þjóðin fái leiða á Grind­víkingum og fjari undan hjálp­seminni

Fjölskyldufaðir sem býr í Grindavík óttast að þjóðin muni fá leið á Grindvíkingum og að fjara muni undan hjálpseminni sem var svo mikil í upphafi. Nú sé ljóst að Grindvíkingar muni þurfa á stuðningi og skilningi að halda lengur en áður var talið. Margir viti ekki einu sinni hvar þeir muni búa á nýju ári.

Segir fjár­lögin ekki endur­spegla veru­leikann í ís­lensku sam­fé­lagi

Dagana fyrir þinghlé voru afgreidd mörg stór mál sem varða losunarheimildir, gistináttaskatt, húsnæðismál Grindvíkinga og kílómetragjald fyrir eigendur rafknúinna ökutækja, lög um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir svo fátt eitt sé nefnt. Þá voru fjárlögin samþykkt með halla sem nemur 51 milljarði króna sem Hönnu Katrínu Friðriksson, þingflokksformanni Viðreisnar þykir allt of mikill.

Grunur um að hinir hand­teknu tengist Hamas

Þýskir saksóknarar fullyrða að þeir þrír sem voru handteknir í Þýskalandi í dag og sá fjórði í Hollandi að beiðni þýskri yfirvalda hafi tengsl við Hamas-samtökin. Þrír til viðbótar voru handteknir í umfangsmiklum lögregluaðgerðum í Danmörku. Allir sjö eru grunaðir um skipulagningu hryðjuverka.

Fundi lauk án árangurs og verk­fall á fimmtu­dag

Samningafundi Félags flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Isavia, lauk um fimmleytið án árangurs. Næsti fundur í kjaradeilunni verður á fimmtudag klukkan tvö. Það er því ljóst að sú vinnustöðvun sem boðuð hefur verið næsta fimmtudag kemur til framkvæmda.

Beðið milli vonar og ótta eftir lokayfirlýsingu COP 28

Lokadagur COP 28 loftslagsráðstefnunnar í Dubai er runninn upp og stefnt er að því að lokayfirlýsing ráðstefnunnar verði birt síðdegis. Formaður íslensku sendinefndarinnar segir að fundað hafi verið langt fram á nótt vegna deilna um orðlag um framtíð jarðefnaeldsneytis. Ríki hafi gengið svo langt að hóta því að segja sig frá ráðstefnunni.

Trúir ekki á ein­hliða þvingunar­að­gerðir gegn Ísrael

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra telur ekki ráðlegt að Ísland ráðist ein þjóða í þvingunaraðgerðir gegn Ísrael til að knýja á um vopnahlé á Gasa. Þá er óvíst hvernig Ísland muni ráðstafa atkvæði sínu á neyðarfundi Sameinuðu þjóðanna því þar fari fram „lifandi samtöl“ og hlutir geti breyst hratt.

Segir skólana hafa fengið tröll­vaxin verk­efni í fangið án stuðnings

Fyrrverandi skólastjóri til átta ára segir menntamálayfirvöldum hafa mistekist að innleiða og fylgja eftir stórum og afdrifaríkum ákvörðunum sem þau hafi tekið í skólamálum. Grunnskólar og sveitarfélög sitji uppi ein með flókin verkefni sem þurfi að framkvæma án nokkurs stuðnings svo heitið geti.

Sjá meira