Segir VG leita að tilefni til að slíta samstarfinu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. júní 2024 14:37 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, lýsti andrúmsloftinu á Alþingi í ræðu sem hún fór með undir liðnum störf þingsins. Vísir/Vilhelm Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, gerði stöðu og líf ríkistjórnarinnar að umfjöllunarefni í þinginu í dag undir liðnum störf þingsins. Þingið dró sig í hlé til að gefa forsetakosningunum svigrúm en Þorbjörg segir í ræðu sinni að þau rólegheit hafi verið algjört „svikalogn“ því ríkisstjórnarsamstarfið hangi á bláþræði líkt og hún komst að orði. Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrverandi formaður VG, sagði, eins og frægt er orðið, af sér embætti forsætisráðherra til að blanda sér í forsetaslaginn en Halla Tómasdóttir sigraði kosningarnar um liðna helgi. „Hafi einhver verið í vafa um það hvort tengsl væru á milli forsetakosninga og ríkisstjórnarsamstarfsins blasir svarið við núna þegar við komum til baka inn í þingið. Hér er bókstaflega hægt að skera loftið eftir úrslitin.“ Þorbjörg Sigríður lýsti andrúmsloftinu í þinginu með þessum hætti í ræðu sinni. RÚV greindi í gærkvöldi frá niðurstöðu könnunar á fylgi stjórnmálaflokkanna sem sýndi að Vinstri hreyfingin-grænt framboð væri með 3,3 prósent fylgi og myndi þannig ekki komast inn á þing ef þetta væri niðurstaða alþingiskosninga. Segir VG leita að leið út Þorbjörg sagði þetta endurspeglast í samskiptum stjórnarflokkanna og að VG leiti nú að tilefni til að yfirgefa samstarfið. „Við finnum líka að að minnsta kosti einn ríkisstjórnarflokkanna er núna farinn að þefa uppi móðganir og tilefni til að sprengja ríkisstjórnarsamstarfið. VG situr kannski við ríkisstjórnarborðið og skoðar það hvort servíéttubrotið sé rangt.“ Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var afgreitt út úr allsherjar- og menntamálanefnd í morgun en Þorbjörg segir í stað umræðu um hvaða mál verði hægt að klára þurfi þingmenn að horfast í augu við að mun stærri pólitísk spurning sé um hvort ríkisstjórnin muni „klára sig sjálfa“ á fyrstu dögum júní mánaðar. Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Viðreisn Tengdar fréttir Segir samstarfið vera að þurrka flokkinn út Sunna Valgerðardóttir, fyrrverandi fréttakona og starfsmaður þingflokks Vinstri grænna, segir reiði og vonbrigði kjósenda vegna samstarfs flokksins við Sjálfstæðisflokkinn hafa orðið til þess að „hægrisinnaður fulltrúi kapítalismans,“ það er Halla Tómasdóttur, hafi borið sigur úr býtum í forsetakosningunum. 3. júní 2024 21:56 „Ég held að við þurfum að leita í ræturnar“ Formaður Vinstri grænna segir flokkinn hafa náð miklum árangri á tíma sínum í ríkisstjórn. Flokkurinn mælist með þriggja prósenta fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, og myndi þurrkast út af þingi ef sú yrði niðurstaðan. 4. júní 2024 11:46 Útlendingafrumvarpið afgreitt út úr þingnefnd Á fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis var útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra afgreitt út úr nefndinni. 4. júní 2024 12:05 Enginn ágreiningur uppi og útlendingafrumvarpið afgreitt í vikunni Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir engan ágreining uppi á milli stjórnarflokkanna um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra. 4. júní 2024 06:26 Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Þingið dró sig í hlé til að gefa forsetakosningunum svigrúm en Þorbjörg segir í ræðu sinni að þau rólegheit hafi verið algjört „svikalogn“ því ríkisstjórnarsamstarfið hangi á bláþræði líkt og hún komst að orði. Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrverandi formaður VG, sagði, eins og frægt er orðið, af sér embætti forsætisráðherra til að blanda sér í forsetaslaginn en Halla Tómasdóttir sigraði kosningarnar um liðna helgi. „Hafi einhver verið í vafa um það hvort tengsl væru á milli forsetakosninga og ríkisstjórnarsamstarfsins blasir svarið við núna þegar við komum til baka inn í þingið. Hér er bókstaflega hægt að skera loftið eftir úrslitin.“ Þorbjörg Sigríður lýsti andrúmsloftinu í þinginu með þessum hætti í ræðu sinni. RÚV greindi í gærkvöldi frá niðurstöðu könnunar á fylgi stjórnmálaflokkanna sem sýndi að Vinstri hreyfingin-grænt framboð væri með 3,3 prósent fylgi og myndi þannig ekki komast inn á þing ef þetta væri niðurstaða alþingiskosninga. Segir VG leita að leið út Þorbjörg sagði þetta endurspeglast í samskiptum stjórnarflokkanna og að VG leiti nú að tilefni til að yfirgefa samstarfið. „Við finnum líka að að minnsta kosti einn ríkisstjórnarflokkanna er núna farinn að þefa uppi móðganir og tilefni til að sprengja ríkisstjórnarsamstarfið. VG situr kannski við ríkisstjórnarborðið og skoðar það hvort servíéttubrotið sé rangt.“ Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var afgreitt út úr allsherjar- og menntamálanefnd í morgun en Þorbjörg segir í stað umræðu um hvaða mál verði hægt að klára þurfi þingmenn að horfast í augu við að mun stærri pólitísk spurning sé um hvort ríkisstjórnin muni „klára sig sjálfa“ á fyrstu dögum júní mánaðar.
Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Viðreisn Tengdar fréttir Segir samstarfið vera að þurrka flokkinn út Sunna Valgerðardóttir, fyrrverandi fréttakona og starfsmaður þingflokks Vinstri grænna, segir reiði og vonbrigði kjósenda vegna samstarfs flokksins við Sjálfstæðisflokkinn hafa orðið til þess að „hægrisinnaður fulltrúi kapítalismans,“ það er Halla Tómasdóttur, hafi borið sigur úr býtum í forsetakosningunum. 3. júní 2024 21:56 „Ég held að við þurfum að leita í ræturnar“ Formaður Vinstri grænna segir flokkinn hafa náð miklum árangri á tíma sínum í ríkisstjórn. Flokkurinn mælist með þriggja prósenta fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, og myndi þurrkast út af þingi ef sú yrði niðurstaðan. 4. júní 2024 11:46 Útlendingafrumvarpið afgreitt út úr þingnefnd Á fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis var útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra afgreitt út úr nefndinni. 4. júní 2024 12:05 Enginn ágreiningur uppi og útlendingafrumvarpið afgreitt í vikunni Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir engan ágreining uppi á milli stjórnarflokkanna um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra. 4. júní 2024 06:26 Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Segir samstarfið vera að þurrka flokkinn út Sunna Valgerðardóttir, fyrrverandi fréttakona og starfsmaður þingflokks Vinstri grænna, segir reiði og vonbrigði kjósenda vegna samstarfs flokksins við Sjálfstæðisflokkinn hafa orðið til þess að „hægrisinnaður fulltrúi kapítalismans,“ það er Halla Tómasdóttur, hafi borið sigur úr býtum í forsetakosningunum. 3. júní 2024 21:56
„Ég held að við þurfum að leita í ræturnar“ Formaður Vinstri grænna segir flokkinn hafa náð miklum árangri á tíma sínum í ríkisstjórn. Flokkurinn mælist með þriggja prósenta fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, og myndi þurrkast út af þingi ef sú yrði niðurstaðan. 4. júní 2024 11:46
Útlendingafrumvarpið afgreitt út úr þingnefnd Á fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis var útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra afgreitt út úr nefndinni. 4. júní 2024 12:05
Enginn ágreiningur uppi og útlendingafrumvarpið afgreitt í vikunni Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir engan ágreining uppi á milli stjórnarflokkanna um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra. 4. júní 2024 06:26