Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Krakkatíunni! 1.12.2024 07:02
Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar segist engar áhyggjur hafa af sinni eigin framtíð né heldur af framtíð flokksins. Hann segir það ekki hafa verið mistök að hafa gefið eftir sæti sitt sem oddvita. Útlit er fyrir að hann muni ekki ná sæti á þingi ef miðað er við talningar í kosningunum þegar þetta er skrifað. 1.12.2024 02:39
Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Spekingarnir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Páll Magnússon og Þorsteinn Pálsson eru sammála um að fyrstu tölur kvöldsins bendi til þess að um sögulegar kosningar sé að ræða. Þorsteinn gengur svo langt að segja að vísbending sé um að kosningarnar séu „jarðskjálftakosningar.“ 1.12.2024 00:59
Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Ásmundur Einar Daðason og Willum Þór Þórsson, ráðherrar Framsóknar, segjast ekki vera stressaðir þó einungis annar þeirra, Willum, mælist inni þegar þetta er skrifað og þá mælist formaður flokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson, heldur ekki inni. Ásmundur Einar segist stoltur af sínum verkum en segir ljóst að uppbyggingarstarf bíði félaga sinna í Framsókn. 1.12.2024 00:15
„Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Inga Sæland formaður Flokks fólkins og Ásta Lóa Þórhallsdóttir oddviti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi voru himinlifandi þegar Bjarki Sigurðsson fréttamaður Stöðvar 2 ræddi við þær á kosningavöku Flokks fólksins. 30.11.2024 23:56
Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir fyrstu tölur alls engin vonbrigði, þrátt fyrir að Samfylkingin sé að mælast með meira fylgi en hans flokkur á þessari stundu. Hann segist fyrst og fremst vera raunsær og segir tölurnar gefa til kynna hægribylgju. 30.11.2024 23:39
Glaður maður en býst við batnandi tölum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segist vera himinlifandi með fyrstu tölur sem hafa birst í kvöld en Kristín Ólafsdóttir fréttakona tók hann tali á kosningavöku Miðflokksins Hann segist þó geta búist við batnandi tölum þegar menn nái að ryðjast í gegnum snjóskaflana í Norðausturkjördæmi. 30.11.2024 23:29
Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar var í banastuði þegar Margrét Helga Erlingsdóttir fréttakona náði af henni tali á kosningavöku Viðreisnar á Hótel Borg í kvöld. Hún sagði Viðreisn klára í ríkisstjórn og kom fram að hún hefði skipað sínu fólki að tala ekki um aðra flokka á lokametrum kosningabaráttunnar. 30.11.2024 23:01
Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna segist löngu hætt að vera stressuð fyrir kvöldinu. Hún segist finna það hjá kjósendum að margir hafi ákveðið að kjósa flokkinn, jafnvel á allra síðustu stundu í kjörklefanum. 30.11.2024 22:40
Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Það var sannkallaður El Classico í Kosningakvissi hjá Birni Braga þegar Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn mættust. Vel fór á með liðunum í æsispennandi keppni. 30.11.2024 22:13