Fannar og Sandra settu upp klúta og heimsóttu Höllu Fannar Sveinsson og Sandra Barilli, grínstjórar og kynnar í söfnunarþætti UNICEF Búðu til pláss, heimsóttu Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, í innslagi þáttarins sem sýndur er í beinni útsendingu á Stöð 2, RÚV og Sjónvarpi Símans í kvöld. 6.12.2024 21:01
Segist vera sá listamaður sem vorkennir sér mest Halldór Armand rithöfundur lét krossfesta sig í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi þegar rætt var við hann á skemmtistaðnum Röntgen í miðbæ Reykjavíkur. Halldór fékk ekki listamannalaun í ár þrátt fyrir að hafa fengið þau síðustu ár. 6.12.2024 14:15
Nanna hlaut titilinn Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Nanna Kristjánsdóttir hlaut titilinn Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 fyrir störf og afrek á sviði menntamála á verðlaunaathöfn á vegum JCI hreyfingarinnar sem fram fór í Höfuðstöðinni í Elliðarárdal í gær. 6.12.2024 10:28
Örlagaríkt viðtal varð að tuttugu ára vináttu Sjónvarpskonurnar Sigrún Ósk Kristjánsdóttir og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir verða saman á skjánum í allra fyrsta sinn í kvöld í söfnunar- og skemmtiþætti UNICEF á Íslandi, Búðu til pláss. Það er ótrúlegt mál enda hafa þær starfað í sama geira síðustu ár en eru þar að auki perluvinkonur eftir örlagaríkt viðtal fyrir tuttugu árum síðan. 6.12.2024 07:02
Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Þakkarorða íslenskrar tónlistar var afhent þann 1. desember á Degi íslenskrar tónlistar á sérstökum hátíðartónleikum til heiðurs tónlistarmanninum Magnúsi Eiríkssyni. Tónleikarnir fóru fram fyrir fullum Eldborgarsal í Hörpu og var þjóðinni boðið að sækja sér miða sem ruku út á nokkrum mínútum. Tónleikarnir voru einnig teknir upp og verða sýndir á RÚV 26. desember. 5.12.2024 20:03
Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Kraumsverðlaunin verða afhent í sautjánda sinn síðar í þessum mánuði fyrir þær íslensku hljómplötur er þykja skara fram úr hvað varðar gæði, metnað og frumleika. 5.12.2024 15:24
Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Strákarnir í Spacestation mættu með pompi og prakt í fiskabúrið hjá X-inu 977. Þar spiluðu þeir nokkur af sínum bestu lögum líkt og All of the Time, Sickening og Can't be mine og þá taka þeir einnig klassískt lag Bjartmars Guðlaugssonar. 5.12.2024 14:32
Ólík hlutskipti Gunna og Felix Leikarinn og Felix Bergsson fær ekki listamannalaun í ár til að skrifa barnabækur sínar um Freyju og Frikka. Hann segist hafa vonast til að fá þrjá mánuði og segist ekki geta haldið áfram nema listamannalaun komi til. 5.12.2024 14:14
Frumsýning á Vísi: „Er ég að fara að missa allt?“ „Íþróttir skipta okkur ótrúlegu máli. Þetta er eitthvað sem við sækjum okkar identity í og við erum mjög stolt af því að vera íþróttabær,“ segir Bryndís Gunnlaugsdóttir aðstoðarþjálfari kvennaliðs Grindavíkur í fyrstu stiklunni úr heimildarþáttunum Grindavík eftir Garðar Örn Arnarson og Sigurð Má Davíðsson, þeim sömu og gerðu Edduverðlaunaþáttaraðirnar Víkingur: Fullkominn endir og Jón Arnór. 5.12.2024 09:48
Ásta Fanney til Feneyja Ásta Fanney Sigurðardóttir verður fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum í myndlist árið 2026. Þetta kemur fram í tilkynningu. 4.12.2024 16:33