Fréttamaður

Ólafur Björn Sverrisson

Ólafur er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Óttast að dánartalan tvöfaldist

Yfir þrjátíu þúsund eru nú látin eftir gríðarlegan jarðskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi fyrir tæpri viku. Sameinuðu þjóðirnar óttast að dánartalan muni tvöfaldast. Tyrkir eru nú byrjaðir að handtaka verktaka vegna húsa sem hrundu en umdeilt er hvar ábyrgðin raunverulega liggur. Neyðarsöfnun Rauða kross Íslands hefur gengið vel og verða 30 milljónir sendar til Rauða krossins í Tyrklandi og Sýrlandi. 

Heimurinn varð jákvæðari eftir að Villi Neto hitti Kristján Óla

Í nýju myndbandi Geðhjálpar er það heldur betur ólíklegt dúó sem fer á kostum, þeir Vilhelm Neto grínisti og Kristján Óli Sigurðsson, fótboltaspekúlant. Vilhelm segir að heimurinn hafi orðið örlítið jákvæðari eftir að hafa hitt Kristján Óla. 

Fjórði fljúgandi hluturinn skotinn niður af Bandaríkjaher

Bandaríkjaher skaut fyrir skömmu niður enn annan fljúgandi hlutinn í mikilli hæð yfir stöðuvatninu Huron í Michican fylki í Bandaríkjunum, skammt frá landamærum Kanada. Um er að ræða fjórða hlutinn sem skotinn er niður í þessum mánuði í Norður-Ameríku.  

Bandaríkjamenn óskuðu eftir frekari aðstoð íslenska hópsins

Stjórnstöð íslenska hópsins sem sinnir björgunarstarfi á jarðskjálftasvæðum í Tyrklandi var í dag flutt að ósk Bandaríkjamanna, frá borginni Antakya til Adiyaman. Óskað var eftir því að Íslendingar myndu fylgja með til að tryggja áfram samfellu í störfum alþjóðlegra björgunarsveita. Fjórir aðgerðarstjórnendur voru því sóttir af þyrlu bandaríska hópsins en hinn hluti hópsins hefur lagt af stað heim til Íslands. 

Megan Fox kyndir undir orðróm um sambandsslit

„Þú getur bragðað óheiðarleikann, hann umlykur andardrátt þinn,“ skrifar leikkonan Megan Fox við nýjustu mynd sína á Instagram. Hún hefur einnig eytt öllum Instagram-myndum af unnusta sínum, rapparanum Machine Gun Kelly, og þannig kynt rækilega undir orðróm um sambandsslit þeirra tveggja. 

Íslensku systurnar lutu í lægra haldi fyrir umdeildum Færeyingi

Framlag Dana í Eurovision í ár verður í höndum Færeyingsins Reiley sem verður þar með fyrsti Færeyingurinn til að taka þátt í keppninni. Íslensku systurnar Brynja Mary og Sara Victoria Sverrisdætur, sem koma saman fram undir nafninu Eyjaa, kepptu í gær í úrslitum undankeppni danska ríkisútvarpsins en tókst ekki að komast á pall.

Stoltenberg lætur af embætti í október

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO hyggst láta af embætti í október líkt og stóð til. Fjölmiðlar höfðu undanfarið greint frá því að framlenging á hans samningi væri í kortunum.

Skutu niður „óþekktan hlut“ yfir Kanada

Óþekktur hlutur var skotinn niður í kanadískri lofthelgi nú í kvöld. Vika er liðin frá því að Bandaríkjaher skaut niður loftbelg sem þeir töldu vera kínverskan njósnabelg.

Sjá meira