Fréttamaður

Ólafur Björn Sverrisson

Ólafur er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Eðlileg krafa að sjókvíaeldi verði hætt

Svört skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi hefur vakið ansi hörð viðbrögð. Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins segir nauðsynlegt að stöðva útgáfu frekari leyfa fyrir sjókvíaeldi. 

Ganga saman til kjaraviðræðna

Heildarsamtökin BHM, BSRB og KÍ hafa ákveðið að ganga saman til kjaraviðræðna og hafa formenn samtakanna fundað óformlega með fulltrúum opinberra launagreiðenda. 

Landsbankinn tapaði máli sem gæti varðað um 70 þúsund lán

Landsbankanum hefur verið gert að greiða hjónum um 200 þúsund krónur vegna oftekinna vaxta af láni með breytilegum vöxtum. Málið var rekið fyrir héraðsdómi með stuðningi Neytendasamtaka sem telja að um 70 þúsund sambærileg lán hafi verið tekin á undanförnum árum. Komist var að öndverðri niðurstöðu í sambærilegu máli gegn Arion banka. 

Fordæma framgöngu ríkissáttasemjara

Sósíalistaflokkur Íslands hefur bæst í hóp þeirra sem fordæma framgöngu ríkissáttasemjara í yfirstandandi kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Í ályktun félagsfundar Sósíalistaflokssins er ríkissáttasemjari sagður leggja alla áherslu á að ganga frá samningum við önnur félög en láta kjaradeilu Eflingar sitja á hakanum. 

Brotnaði gjör­sam­lega eftir netníð og per­sónu­á­rásir

Helga Gabríela Sigurðardóttir, kokkur og eiginkona Frosta Logasonar fjölmiðlamanns, segist sjá eftir því hvernig hún tók til varna á Twitter í vikunni. Síðasta ár hafi reynst henni gríðarlega erfitt eftir að fyrrverandi kærasta Frosta sakaði hann um andlegt ofbeldi fyrir áratug. Hún hafi aldrei viljað tjá sig en einfaldlega brotnað vegna netníðs og persónuárása í garð eiginmannsins.

Sjá meira