Fréttamaður

Ólafur Björn Sverrisson

Ólafur er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ferðamenn beri ekki nægilega virðingu fyrir íslenskri náttúru

Fjöldinn allur af ferðamönnum eru veðurtepptir í Vík í Mýrdal en hótelstarfsmaður segir marga ferðamenn ekki bera nægilega virðingu fyrir íslenskri náttúru. Það kom honum á óvart hversu fáir afbókuðu gistingu á hótelinu og komu til Víkur þrátt fyrir að búið væri að loka vegum.

Þekkt rödd kveður: Við­talið sem stendur upp úr er síðasta við­talið

Kristján Sigurjónsson er kannski ekki þjóðþekkt nafn en víst er að röddina þekkja flestallir landsmenn. Kristján hefur enda verið við hljóðnemann á Ríkisútvarpinu nánast á hverjum degi síðastliðin 39 ár en lætur nú af störfum vegna aldurs. Vísir ræddi við Kristján um útvarpsferilinn, vinnufélagana og eftirminnileg augnablik.

Bílar á kafi eftir snjóflóð í Reynisfjalli

Snjóflóð féll í Reynisfjalli að bænum Garði í Reynishverfi í nótt. Enginn slasaðist en bílar eru á kafi í snjó. Ekki er talinn hætta á frekari snjóflóðum á svæðinu.

Netanjahú snýr aftur til valda

Benjamín Netanjahú hefur myndað ríkisstjórn í Ísrael og snýr aftur í forsætisráðherrastól í sjötta sinn. 

„Það vildi enginn vinna með ykkur“

Snjómokstur Reykjavíkurborgar var til umræðu í Kastljósi kvöldsins á RÚV. Mörgum finnst borgin ekki hafa staðið sig í stykkinu við mokstur og söltun gatna. Til viðtals voru Einar Þorsteinsson, starfandi borgarstjóri, og Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, en athygli vakti þegar Einar sagði engan annan borgarstjórnarflokk hafa viljað vinna með Sjálfstæðisflokki eftir kosningar í vor. 

Vikulangt jólafrí Hagstofunnar skjóti skökku við

Hagstofa Íslands hefur ákveðið að veita starfsmönnum sínum aukalega vikulangt jólafrí. Hagstofan verður lokuð á milli jóla og nýárs. Hagfræðingur Samtaka atvinnulífsins segir fríið koma spánskt fyrir sjónir í ljósi aðstæðna á opinberum vinnumarkaði. 

Neitaði fjölskyldum frá Úkraínu um hjálp út árið

Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, neitar fjölskyldum frá Úkraínu um aðstoð út árið í tölvupóstsamskiptum við Íslending sem tengist fjölskyldunum fyrr í desember.

Landabruggari með heimagerða sprengju í fjögurra mánaða fangelsi

Karlmaður á sjötugsaldri var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir ýmis fíkniefna- og ökulagabrot. Þá var hann einnig dæmdur fyrir vopnalagabrot með því að hafa haft í vörslum sínum heimatilbúna sprengju og gaddakylfu sem fannst við húsleit lögreglu

Sjá meira