Fréttamaður

Ólafur Björn Sverrisson

Ólafur er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Mætti halda að Kim Larsen og Bítlarnir séu mættir“

Taska Erps Eyvindarsonar, Blaz Roca, var komin í leitirnar þegar blaðamaður sló á þráðinn og heyrði í honum hljóðið. Hann stígur á svið ásamt Rottweiler hundum í kvöld og segir stemninguna í eyjum svo mikla að það mætti halda að Kim Larsen, Elvis og Bítlarnir muni koma fram í Herjólfsdal í kvöld.

Stækka Glerártorg og bæta við mathöll

Áform eru uppi um stækkun Glerártorgs sem mun þá innihalda 500 fermetra mathöll. Stefnt er að endurskipulagningu verslunarmiðstöðvarinnar og fjölgun bílastæða.

Suðurlandið markaðssett á kostnað annarra landshluta

Vörumerkið Ísland á ekki við um aðra hluta landsins en Suðurströndina og suð-vesturhornið. Þetta segja aðilar í ferðaþjónustu sem telja markaðssetningu opinberra aðila hafa farið illa með aðra hluta landsins.

Gantast enn með kinnhestinn en vill ekki ræða við Will Smith

Á nýlegu uppistandi hélt grínistinn Chris Rock áfram að gantast með kinnhestinn víðfræga sem Will Smith veitti honum á síðustu Óskarsverðlaunum. Chris minntist ekki á nýlegt myndband Will Smith þar sem sá síðarnefndi biðst fyrirgefningar á framferði sínu á Óskarsverðlaununum. Hann hélt hins vegar áfram að gera grín að atvikinu.

Óvissustigi lýst yfir vegna hrinunnar

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrina hófst uppúr hádegi í dag 30. júlí og er enn í gangi. Veðurstofa Íslands hefur sett Krýsuvík á gult vegna flugumferðar en mesta virknin er NA við Fagradalsfjall.

„Fórum að sofa og vöknum um vetur“

Snjó kyngdi niður á miðhálendinu í nótt og gular viðvaranir eru á svæðinu yfir helgina. Þegar skálaverðir í Drekagili vöknuðu hafði vetur skollið á um hásumar.

Snjókoma í júlí

Miðhálendið er í vetrarbúningi nú þegar júlí er að líða undir lok. Kyngt hafði niður snjó á hálendinu í nótt og gular viðvaranir eru í gildi á Austurlandi og miðhálendinu þessa helgina.

„Fjöldamorð á úkraínskum stríðsföngum“

Rússar og Úkraínumenn saka hvorir aðra um að hafa orðið fimmtíu manns að bana í sprengjuárás á stríðsfangelsi í Donetsk héraði. Úkraínuforseti kallar árásina stríðsglæp og kallar eftir rannsókn Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins. 

Gul viðvörun á hálendi og Austurlandi

Gul veðurviðvörun er í gildi á miðhálendi og Austurlandi nú um helgina. Útlit er fyrir slyddu eða snjókomu til fjalla með takmörkuðu eða lélegu skyggni og hvassviðri í dag.

Mikið um óspektir og sjö gistu fangageymslu

Mikið var um ölvun og óspektir á höfuðborgarsvæðinu í nótt og sjö gistu fangageymslur, þar á meðal kona sem hafði ítrekað reynt að sparka og bíta í lögreglumenn.

Sjá meira